Áramót - 01.03.1907, Page 226
230
rætt verði um það á þessu þingi, hvort ekki megi bæta úr
þessu að einhverju leyti með því, að hin sameinuðu
bandalög byrji á því að gefa út blað, sem talaði máli
þeirra, og flytti hugsanir frá einu félagi til annars. Má
í þessu sambandi geta þess, að bandalagið í Argyle gefur
út lítið b'að, mánaðarlega, og hefir það (þótt ekki sé
prentaðj að sögn verið til mikils góðs fyrir bandalags-
starfsemina þar.
Einnig hefir mér verið bent á það, að heppilegt myndi
vera, að hin sameinuðu bandalög hefðu ekki þing sitt í
sambandi við kirkjuþingið, heldur á öðrum tima ársins.
Á þann hátt myndi það hafa meiri tíma til að starfa.
Forseti söngfélagsins íslenzka, sem stofnað var í fyrra,
hefir beðið um að það komi til umræðu hér, hvort ekki
myndi tiitök að bandalagsþingið væri haldið í sambandi
við árlega söngsamkomu þess félags, sem hann telur heppi-
legast að hafa ekki í sambandi við kirkjuþingið.
Einnig hefir komið bending um það í einu banda-
lagsbréfi, hvort ekki myndi heppilegt, að bandalögin byrji
að safna í sérstakan heiðingja-trúboðssjóð; og í sambandi
við þá hugmynd hefir komið til orða, hvort bandalögin
myndu ekki eiga að byrja á því að styðja heiðingja-trú-
boðs-starfið einhvers staðar eins fljótt og unt er, svo að
ekki dragist öll hluttaka í því starfi frá vorri hálfu þar
til kirkjufélagið eignast trúboða sjálft.
Tel eg því sjálfsagt að eftirfylgjandi mál sé á dag-
skrá þessa þings:
1. Bréfaviðskifti eða blað.
2. Þingtími.
3. Afskifti bandalaganna af heiðingja-trúboðinu.
4. Recding conrse.
Auðvitað kemst að hvaða mál annað sem er, sem
fvndarrrenn telja nauðsynlegt að ræða um.
Þar næst voru kosnir embættismenn fyrir næsta ár,
og hhitu þessir kosningu: Forseti séra Kr. K. Ólafsson,
endurkosinn; skrifari Björn Benson, endurkosinn; féhirðir