Áramót - 01.03.1907, Síða 37
41
að l>á hefir þurft að verja sérstaklega kenninguna um
guðdóm hans, eins og áður kenninguna um manndóm
hans. Enn má minna á Þá villu Marcions, að
hann neitaði kenningunni um dóminn. Hann mótmælti
því, að hinn góöi guð, eða sonur lians Jesús Kristur,
myndi nokkurn mann dæma. Móti þessari villu eru
stjduð þau ummæli játningarinnar, að Kristur, sem við
föðursins hægri hönd situr, muni sjálfur koma og
dæma alla menn.
Greinin um heilagan anda er ekki samin gegn
neinni sérstakri villukenning innan kristninnar né utan,
því hvorki heiðnir menn né trúvillumenn hneyksluðust
á trú á einn eða fleiri helga anda. Það er jafnvel ekki
tekið fram, að maður trúi á „einn heilagan anda“, held-
ur að eins „heilagan anda“. Þriðja greinin, eins og
hún var í uþphafi, er augsýnilega skírnar-„formúlan“
tóm, án ákveðinna skýringa, sem enn voru ónauðsyn-
legar.
Hið eina, sem tekið er fram i þriðju greininni, eins
og hún hljóðar í gömlu rómversku játningunni frá ann-
arri öld, auk trúarinnar á heilagan anda, er „upprisa
holdsins“. Og er þeim lið þar augsýnilega bætt við til
varnar gegn kenningu gnostikanna um eyðingu líkam-
ans eftir dauðann. Þar er eigi að eins haldið fram
upprisu líkamans, sem skilja mátti á ýmsan hátt, t. d.
sem upprisu andlegs líkama, eins og Páll postuli orðaði
það, heldur er beinlínis talað um upprisu holdsins, því
kristnir menn héldu þá fast fram þeim lærdómi, að hið
sama hold. sem hér er lagt í gröfina, myndi upprísa á
efsta degi.
Hin önnur atriði trúarjátningarinnar, sein síðar