Áramót - 01.03.1907, Síða 216
220
Þá lagSi séra R. Marteinsson fram J>essa skýrslu frá
t'uiiarita-þingnefndinni:
Nefndin, sem kosin var til aS íhuga máliö um tímarit
kirkjufé agsins lætur í ljósi ánægju sina yfir ástandi þess-
ara rita.
1. ViSvíkjandi „Áramótum ‘ ráöum vér til, aö útgáfu
þeirra sé ráðstafaS á sama hátt og gjört var á síðasta
kirkjuþingi; séra Björn B. Jónsson sé endurkosinn rit-
stjóri og Jón J. Vopni ráðsmaður. Tekjuafgangur nú í
sjóði ráðum vér til að sé undir umsjón ráðsmanns.
2. Viðvikjar.di „Same ningunni" og„Börnunum“ ráð-
um vér til að útgáfa þeirra sé óbreytt fram að næstu ár-
gangamótum, undir stjórn núverandi ritstjóra og ráðs-
manns, en þá verði „Börnin“ aðskilin frá „Sameining-
unni“, en „Satreiningin“ verði tvær arkir í hverjum mán-
uði, séra Jón Bjarnason ritstjóri, en Jón J. Vopni ráðs-
maður.
Prestum kirkjufélagsins og námsmönnum felum vér
það, að veita ritstjóranum alla þá hjálp til að rita í blað-
ið, sem hann þarfnast. Bezt færi á því, að ritstjórinn
scmdi við sérstaka menn um að taka að sér ákveönar
dcildir í blaðinu, og ætti ritstjór nn að fá að minsta kosti
hehning hvers blaðs ritaðan af öðrurn.
4. Æskilegt teljum vér, að um leið og núverandi
barrablað kirkjufélagsins, „Börnin", er skilið frá „Sam-
einingunni", sé það sameinað blaðafyrirtæki því, sem
bandalögin hafa hugsað sér að koma á fót og ráðum vér
til að kosnir séu tveir menn til að komast að samningum
viö nefnd fcandalaganna í því máli og standa fyrir því frá
vorri hálfu. Ætti þá þeir, er kosnir hafa verið af kirkju-
þinginu, og þeir, sem kosnir hafa verið af bandalagsþing-
inu í þessu máli, að vera sameiginleg útgáfunefnd blaðs-
ins. En kirkjuþingið skipar ritstjóra barnadeildarinnar
og ákveður laun hans.
5. Beiðni St. Páls safnaðar um sunnudagsskólablað til
aö skýra biblíulexíur finst oss ómögulegt að veita aðra úr-