Áramót - 01.03.1907, Page 61
65
framtiöarhag sinn. Og þó að ekki sé vert að láta mik-
iö yfir því, sem vér lúterskir Vestr-fslendingar höfum
enn í kirkjulegu tilliti áorkað, þótt það sé langtum minna
en óskanda væri og átt hefði að vera, þá gæti þó verið
heilsusamlegt fyrir trúbrœðr vora á íslandi, í sambandi
við málið um lausn kirkjunnar þar, að hafa hliðsjón af
hinni kirkjulegu sögu vorri hér í nýjum heimi. f mörgu
er oss stórkostlega ábótavant og gallar vorir geta ekki
dulizt. Engu að síðr geta brœðrnir hinum megin hafs-
ins látið félagsbaráttu vora fyrir lífi og vexti frjálrar
kristinnar kirkju á þessum stöðvum verða sér til mik-
ilsverðs lærdóms. Og ef þeim eins og vel er líklegt
vilja vaxa í augum ófullkomleikar vorir, þá er fyrir þá
að muna eftir því, að vér erum enn á eyðimerkrför
vorri eins og ísraelslýðr forðum. Vorum að miklu
leyti eins báglega staddir eins og það fólk við burtför
þess úr hinni egypzku ánauðarvist, þá er vér nýkomnir
frá íslandi, fáir, fátœkir og í öllum skilningi smáir,
réðumst í það undir handleiðslu drottins að halda í
hópi áleiðis til fyrirheitna landsins. Talsvert vantar á,
að fjörutíu ár sé yfir oss liðin síðan, svo það stendr ekki
til, að vér á hinum kirkjulega leiðangri vorum séum enn
komnir út úr eyðimörkinni. Reynsla pessarar liðnu
baráttutíðar hefir að sjálfsögðu orðið öllum hlutaðeig-
endum mjög tilfinnanleg, en óhjákvæmileg var hún og
hefir fyrir frelsandi náð drottins orðið ferðammna-
hópnum og málefni Jesú Krists til margfaldrar bless-
unar. Hve nær sem kirkjan á íslandi verðr leyst úr
læðingi hins veraldlega stjórnarvalds þar, er henni að
sjálfsögðu bú'.n samskonar reynsla, samskonar eyði-
merkrför. Það er því ekki til neins fyrir hana að bíða