Áramót - 01.03.1907, Síða 97
IOI
hegftið ykkur nú báSir eins og ósvífnir strákar, þiS, sera
þó báöir hafiö svo mikiö af sönnu göfgi. OrSbragö
ykkar er alveg óþolandi. Fariö þiö báöir heim og læriö
betur.
Þetta finst mér alveg gjöra út af viö skynsemina í
deilunni. Satt er þaö reyndar, aö kurteis orö eiga æf-
inlega viö í ræöum og ritum. En ef um tvent ilt er aö
velja, vil eg heldur sannleikann í grófum búningi, en
lygina íklædda hinu fegursta málskrúöi, sem unt er aö
velja henni.
Þegar tveir menn deifa, er lang-auöveldast aö segja
viö þá: Þiö eruð báðir jafn-vondir; þvi meö því móti
komast þeir hjá þeirri áreynslu hugsunarinnar, sem til
þess þarf, aö komast eftir því, hvor muni hafa á rétt-
ara aö standa; en skynsamlegt er þaö ekki, og til góðs
er það ekki, því þaö leiöir ekki réttlætið í ljós.
Miklu skynsamlegra sýnist mér það, fyrir alla menn
í öllum málum, aö leitast viö, eftir því, sem þeim er unt,
að gjöra sér grein fyrir því, hvað rétt er, og láta sann-
leikann í sérhverju máli vera aðal-atriðið. „Hvað er
sannleikur?“ ætti að vera þungamiðjan í öllum umræö-
um. Að elska allan sannleika, en hata alla lygi, ætti aö
vera eitt aðal-einkenni á hugsunarlifi þjóöar vorrar.
Guð gefi, aö alt umrótið á þessu svæði verði henni til
andlegs gróða, verði til þess að örva sanna skynsemi
hennar, þá dómgreind, sem greinir rétt frá röngu, svo
Islendingar læri æ betur og betur aö ganga á vegi sann-
leikans.