Áramót - 01.03.1907, Side 102
io6
mönnunum til frelsis. Þér ÞurfiS hans við ekki síöur
en eg. Hver sem á hann trúir verður hólpinn. Þokan
hverfur honum frá augum og hann öðlast anda Jesú
Krists—heilagan anda i hjarta sitt.“
Nú eru þeir ef til vill einhverir í fortíð og nútið,
sem bregða vilja postulanum Páli um tvöfeldni. Hann
hafi viljað þóknast öllum. Hann hafi talað eins og
bezt hafi komið sér. Hann hafi Þózt vera á máli allra,
—máli Gyðinganna, máli dýrkenda lögmálsins, máli
andstæðinga þess og máli hinna óstyrku. Hann hafi
notað þetta bragð guðs riki til ávinnings. Þó fellur sú
sakargift jafnóðum máttlaus til jarðar. Sá, sem jafn-
varanlegt þrekvirki vinnur í mannkynssögunni og hann,
ef hann annars er nokkur, kemur því ekki til leiðar með
brögðum og tvöfeldni.
En það voru meðfæddir vitsmunir og guðs andi, er
bjó honum í brjósti, sem kendu honum þessa postullegu
stefnu. Reynslan sýndi honum og hefir sýnt öllum
heimi, að hún var rétt. Hvers vegna vissi hann, hinn
margfróði og spakvitri maður, er hann talaði við lýð-
inn, ekkert annað en Jesúm Krist og hann krossfestan?
Hvers vegna viðhafði hann varfærni svo mikla, er hann
átti orðastað við Þá, er honum höfðu gagnólíkar skoðan-
ir? Var það kjarkleysi lundar hans að kenna? Var það
einurðarbrestur?
Nei, hvorki gekk honum til kjarkleysi, tvöfeldni,
einurðarskortur, né ótrúmenska. Af öllum þeim ágætu
mannkostum átti hann flestum öðrum meira í fari sínu,
—kjarki, einlægni, einurð og trúmensku. Eigi var það
heldur neinni vítaverðri ósamkvæmni að kenina. E!n
Pað eina atriði að koma mannssálunum í lfifandi sam-