Áramót - 01.03.1907, Síða 130
134
Runólfr Fjeldsteð, annar guðfrceðanemandi frá sama
slcóla, vann í fyrra surnar eftir kirkjuþing aö trúboðsstarfi
nokkurn tíma í Swan River söfnuði og Trínitatis-söfnuði
hér norðr og vestr frá í Manitoba.
Guttormr Guttormsson, sem í vor var útskrifaðr frá
Wesley College í Winnpeg, hefir síðan um trínitatis rekið
kristilegt kennimannsstarf í Þingvalla-nýlendu hjá báðum
söfnuðunum þar.
Eftir kirkjuþing í fyrra vann Karl J. Ólson, frá Gus-
tavus Adolphus College í St. Peter, Minn., í sumarleyfi sínu
frá þeim skóla að samskonar starfi í Isafoldarsöfnuði og
Hólasöfrítiði í Qu’Appelle byggð í Sask., og seinna í Furtt-
dalssöfnuði í Manitoba suðr og austr, og í byggðinni ís-
lenzktt inni í Minnesota þar í nágrenni. 1 þessum mánuði
hefir hann haldið verkinu áfratn í byggðinni vestr frá.
Sigurðr Christopherson, sem á næstliðnum vetrum hef-
ir gengið á prestaskólann í Chicago, hefir nú einnig feng-
ið samskonar hlutverk í nafni kirkjufélagsins, og skyldi
hann fyrst ttm sinn starfa í Brandon, fyrir söfnuðinn þar,
og hjá Jóhannesarsöfnuði í Pipestone-byggð. En hann var
lasinn, er hann kom að sunnan, og gat ekki byrjað á verk-
intt fyrr en nú fyrir tveim eða þrem vikum.
En missíónar-starfsemi kirkjufélagsins nær ekki að
eins til hinna prestlausu safnaða þess, heldr einnig til
annarra landnámssvæða íslendinga, þar sem ekki enn hafa
neinir söfnuðir myndazt, eða engir, sem þegar sé inn
gengnir i kirkjufélagið. Slíkt hérað er hin víðlenda
Vatnabygð vestr í Sask., sem oftast er vor á meðal í dag-
legu tali kennd v ð Foam Lake eða,vestan til, við Quill
Lake. í austr-parti þess héraðs er Kristnes-söfnuður, sem
gekk í félag vort í fyrra og nýtr prestsþjónustu séra Ein-