Áramót - 01.03.1907, Page 161
i6s
XI. grcin.
Fjárhagsár kirkjufélagsins skal vera frá kirkjuþingi
til kirkjuþings.
XII. grcin.
Gestum frá lúterskum söfnuSum má veita málfrelsi á
fundum; en ekki hafa þeir uppástungu-, stuSnings- né at-
kvæðis-rétt.
XIII. grein.
ÁSur en nokkur prestur, sem eigi hefir áöur veriö í
þjónustu kirkjufélagsins, tekur viö starfi í nokkrum söfnuöi
þes's, skal forseti og vara-forseti, eöa, í forföllum annars
hvors, skrifari, ásamt einum leikmanni, er til þess skal
kvaddur af hinum tveimur, eiga samtal ('colloquium^) viö
prestinn um skilning hans á kenningum kirkju vorrar, sam-
kvæmt guös oröi og trúarjátningum lútersku kirkjunnar.
Ef þessir þrír rnenn skyldu í einhverju tilliti kornast að
þeirri niðurstcðu, að slíkur prestur væri óhæfur til að gjör-
ast prestur í kirkjufélaginu sökum villukenninga eða lif-
ernis, er það skylda þeirra að sjá svo um, aö hann taki
ekki við prestskap innan kirkjufélagsins.
Prestar skulu teknir inn i kirkjufélagiö á kirkjuþingi
á sama hátt og söfnuðir, þannig, að fram sé lögð skrifleg
umsókn, nefnd sett til að gefa álit sitt, og atkvæði greidd
um umsóknina; skulu tveir þriðju hlutar atkvæða við-
staddra þingmanna ráða úrslitum.
XIV. grein.
Aukalögum þessum rná kirkjuþing breyta og viö þau
auka með tveim þriðju hlutum atkvæða viðstaddra þing-
manna. Þó má engin slík breyting eða viðauki koma í
bága við grundvallar lög kirkjufélagsins.
III. Dagskrá.
Ef þessi aukalög verða samþykt, verða nokkrar smá-