Áramót - 01.03.1907, Síða 136
140
l>ó aö kirkjufélagiö hætti aö halda þessum sérstöku kenn-
ara-embættum uppi. Það sést nieðal annars skýrt á því,
að íslenzkir námsmenn sœkja nú með ári hverju fleiri og
fleiri að ríkisháskólanum í Grand Forks í Norðr-Dakota,
þó að við þá menntastofnan sé enginn Islendingr til að
veita tilsögn í tungu vorri eða bókmenntum vorum.
í ár hefir verið heldr minna um trúarsamtalsfundi í
söfnuðum kirkjufélagsins en á árunum næstu þar á undan.
í Október voru fimm slíkir fundir haldnir í Minnesota-söfn-
uðunuin, þar af þrir í einum þeirra fSt. Páls s. í Minne-
otaý, hinir í Marshall-s. og Vesturheims s., sinn fundr í
hvorum. I Febrúar var samskonar fundr í Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg, annar í Tjaldbúðinni þar, og þriðji í
kirkju safnaðarins í Selkirk. Og nú í þessum mánuði
(Júní), viku rúrnri á undan kirkj.uþingi, voru í svo nefnd-
um „sumarskóla" Argyle-safnaða og í kirkju þeirra trú-
mála-umrœður hafðar á sérstökum fundi. Á tveim funda
þessara var rætt um bœnina, á tveim um guðsþjónustuna,
á tveim um barna-uppeldi, á einum um kristilegt starf unga
fóiksins, á einum umkirkjugöngu, og á einum um helgan
kristinna manna. Þá var og í Marz samtalsfundr haldinn
%
sameiginlega að vanda af fólki úr öllum söfnuðunum suðr
í Minnesota, og þótt ekki væri það reglulegr írúorsamtals-
fundr, var þar þó rœtt um efni, sem trú vorri eru ná-
skyld: um lestr og útbreiðstu kirkjulegra tímarita og um
kristilega skólamenntan. Að eins á þremr funda þessara
voru fleiri prestar en tveir. Og naumast kemr það fram-
ar fyrir, sem oft var áðr, að allir þegi við slík tœkifœri
nema prestarnir. Aðal-rœðumennirnir á svona löguðum
fundnm ætti prestarnir aldrei að vera; þeir hafa stöðugt
tœkiiœri endranær til að prédika. Aðrir kristnir menn