Áramót - 01.03.1907, Síða 69
73
orS—þaö er stefna lútersku kirkjunnar. Hún telur trú-
arjátningu sína samhljóöa guös oröi, og er Því játning
sú henni dýrmæt. Þessi afstaöa hennar er fjarri því
aö vera vandalaus, og hún útheimtir staöfestu til aö
þola aököst utan aö og blíöu-atlot þeirra, sem á sama
stendur um allar trúarjátningar. Hún er vandasöm,
því hún krefst að einu leyti trúmensku viö sannleikann
og annars vegar nærgætni viö þá, sem vanrækja sann-
leikann. Engum efa er það bundiö, að hér snertum vér
eitthvert hið vandasamasta mál nútíöar-kristninnar, og í
sambandi viö það þarf kristin kirkja ekki sízt að hafa
hugfast, að hún er aö reka erindi guös og á þvi aö fram-
ganga í anda Jesú Krists. Það, sem útheimtist, er að
menn reynist sannleikanum trúir án þess að brjóta kær-
leikslögmálið, og kærleiksríkir án þess að vera kæru-
lausir um sannleikann. Hver kirkjudeild þarf aö læra
aö kannast viö hiö góöa hjá öörum kirkjudeildum og
aö gleöjast yfir því, án þess á nokkurn hátt að gefa í
skyn, aö gölluð kenning eða breytni sé ósaknæm. Maö-
ur á aö láta mótstöðumenn sína njóta sannmælis, án þess
aö gefa afneitunar-málstað þeirra nokkuö undir fótinn.
Meö öörum oröum: maöur á að vera Kristi trúr bæöi i
kenningu og breytni; því vér trúum því hiklaust, aö
þaö sé lífsskilyrði fyrir kirkjuna að leitast viö aö lialda
kenningu Krists hreinni. Ekki aö vér viljum neita því,
aö til sé sönn guðs börn í öllum kristnum kirkjudeildum.
Vér gleðjum oss þvert á móti yfir því, að svo er, og
þökkum drotni fyrir þann sameiginlega grundvöll, sem
öll kristnin byggir á. En þótt vér könnumst viö, að til
sé sönn guös börn í rómversk-kaþólsku kirkjunni t. d.,
þá er það þó fjarri oss aö ætla, aö skilningur hennar á