Áramót - 01.03.1907, Side 175
179
ekki fyrir fram hægt aS segja, hve oft tilboS kunni aö ber-
ast frá þeim, og nokkuö er þaö, aö báöir þessir söfnuöir
hafa lýst yfir því, aö þeir væru þvi mótfallnir, aö kirkju-
þingið væri jafnan haldið á sama stað, sem mundi vera hið
sama og það væri ávalt haldið í Winnipeg. Þó skal það
tekið frarn, að ekki segjum vér þetta vegna þess, að vér
álitum, að söfnuðirnir í Winnipeg myndu ófúsir til að taka
árlega á móti kirkjuþinginu, ef þeir að öðru leyti áliti
heppilegast að hafa það alt af þar.
Þá er hitt atriðið: „hvort ekki sé hægt að borga járn-
brautarfar allra kirkjuþingsmanna úr kirkjufélagssjóði,
eða á einhvern æskilegan hátt greiða úr örðugleikum fá-
tækra og fjarlægra safnaða með að senda erindsreka á
kirkjuþing“.
Auðvitað eru möguleikar á því, að greiða járnbrautar-
far kirkjuþingsmanna úr sjóði kirkjufélagsins, en þar sem
sú upphæð nemur allmiklu yrði óhjákvæmilegt að auka
tekjur kirkjufélagsins að miklum ntun, eða, sem er það
sama, að auka kirkjufélagsgjald hvers safnaðar langt fram
úr því, sem nú er. En vér ráðum ekki þinginu til að gjöra
þetta. Það myndi beinlinis auka útgjöld ýmsra safnaða,
því sumir þeirra að minsta kosti borga aldrei ferðakostnað
fulltrúa sinna, heldur borga þeir hann sjálfir úr eigin vasa.
Vér sjáum heldur eigi betur en að kirkjufélagið hefði eins
mikla ástæðu til að borga allan annan kostnað, sem af
kirkjuþinginu leiðir, eins og að borga járnbrautarfar full-
trúanna.
Að taka sérstakt tillit til „fátækra og fjarlægra" safn-
aða er nokkuð vandasamt, svo engum sé gjört rangt til.
Oss dylst ekki, að það er býsna kostnaðarsamt fyrir þá
söfnuði, sem mjög langt eiga að sækja, að senda fulltrúa á
kirkjuþingið. En vér vonurn, að þeir söfnuðir fjölgi með
hverju ári, sem sjá sér fært að yfirstíga þá örðugleika.
Einnig er það ljóst, að ýmsir fámennir söfnuðir eru ekki
færir um að taka á nióti kirkjufélaginu, jafn-fjölment
og umfangsmikið og það vitanlega er. En það skyldu menn