Áramót - 01.03.1907, Side 96
IOO
fatasniði; og enn fremur er hér sýnishorn l>ess, hve
ötul hégómagirnin er við að rugla hugmyndum manna.
En hiklaust trúi eg því, að þetta hafrót hugsan-
anna í kristinni kirkju á tima þeim, er nú stendur yfir,
verði í drottins hendi kristindóminum í heiminum til
góðs.
Síðastliðið sumar var rótað dálítið í hugsanalifi
Vestur-íslendinga. Þá stóð yfir einhver hin tilkomu-
mesta deila, sem konúð hefir fyrir meðal þjóðflokks
vors i þessu landi. Ekki reis hún beinlínis upp út af
neinu sérstöku trúaratriði, og mætti þvi virðast, að bet-
ur færi að geta hennar ekki hér. En hún snerti kirkju-
mál töluvert mikið og reis út af því, að ein sérstök trú-
mála-stefna, heimatrúboðs-stefnan danska, varð það
tákn, sem móti var mælt. Hún byrjaði út af samskota-
beiðni til missíónarhúss, sem reist skyldi i Reykjavík
kristindómslífi almennings á íslandi til glæðingar.
Það var eins og hið góða og illa í þjóðlífi voru
hefði hertýgjað sig hvort móti öðru. Það var eins og
öfiin, sem ætið leika á lægstu tilfinningar þjóðar vorr-
ar, væri að vega salt á móti því, sem er að leitast við
að lyfta henni hærra. Aldrei hefir af svo mörgum eins
duglega verið ..tekið i lurginn“ á þeim spillingar-orm-
um, sem um langan tima hafa skriðið um þjóðlif Vestur-
íslendinga. Svo hraustlega var barist af þessum tveim-
ur öflum, að Það líktist þvi talsvert, að Þór væri að
berja á jötni. Svo fór að lokum, að jötuninn var kom-
inn á knén. En þá kom fyrir óvænt atvik. Tvö vestur-
islenzk tímarit, „Vínland“ og „Breiðablik“, tóku þá í
strenginn, og mergurinn málsins hjá þeim fanst mér
vera þessi: Stattu upp, jötunn! Þið, Þór og jötunn,