Áramót - 01.03.1907, Síða 139
143
þar. Leiðir það fyrirtœki eflaust til þess, að sérstakr ís-
lenzkr söfnuðr verði myndaðr í þeim bœ.
Af breytingum, sem síðan í fyrra hafa verið gjörðar
á kirkjum safnaða vorra, er helzt þess að geta, að í haust
var vandað altari og Krists-mynd sett í kirkju Argyle-safn-
aða, og um sama leyti pípuorgan mikið og dýrt (4 þúsund
dollara virði) í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg.
Bókasafn kirkjufélagsins er ókeypis geymt í herbergi
einu, sem ekki er til annars haft, í Fyrstu lútersku kirkju.
Hefi eg litið þar eftir því og komið því þar fyrir nokk-
urn veginn skipulega, að svo miklu leyti, sem rúm er í
skápum þeim, er í'hitt hið fyrra voru fyrir það gjörðir.
Fyrir bókagjöfum safni því til handa hefir verið kvittað
í „Sam.“ Engar bœkr hafa verið keyptar handa því, og
lieíir þó hvað eftir annað á kirkjuþingum verið veitt leyfi
til slikra kaupa; en fjárveitingar þær hafa ekki verið not-
aðar. Að réttu lagi ætti skólamálsnefndin gamla sameig-
inlega aö annast safn þetta að öllu leyti. Að undanförnu
hefir hún að eins séð um að hafa það votryggt fyrir elds-
voða. Samþykkt var á kirkjuþingi síðasta, að hr. Magnúsi
Magnúsi, islenzkukennaranum við Gustavus Adolphus
College, skyldi úr safninu lánaðar allar þær bœkr, sem hann
beiddi um sér til nota við kennslustarf sitt. Samkvæmt
þeirri þingsályktan fékk hann svo skömmu siðar 68 bindi
úr safninu, og hefi eg í höndum frá honum skrá yfir þær
bœkr, sem rituð var um leið og hann veitti þeim viðtöku.
Sterklega hefir siðan af ýmsum verið að því fundið, að
þannig var lánað úr safninu, þó að engum komi til hugar
að efast um áreiðanlegleik lántakanda. Og ekki er því að
neita, að bókasafninu getr verið hætta búin af svona löguð-
um ráðstöfunum. Nokkrar bœkr safninu tilheyrandi eru