Áramót - 01.03.1907, Page 165
i6g
mánaðartíma. En að lieim tíma liðnum skyldi hann fara
til Pine Valley og þjóna Furudalssöfnuði um tíma. Hvort-
tveggja gjörði hann með sérlega góðum árangri og er
skýrsla um þetta starf hans í „Sam.“ fyrir síðastl. Októ-
bermán. Tvo síðustu sunnudagana í Ágúst prédikaði hann í
Tjaldbúðar-söfnuði í fjarveru séra F. J. Bergmanns.
Stud. theol. Jóhann Bjarnason hélt starfi sínu áfram i
norðurhluta Nýja íslands samkvæmt ráðstöfun nefndarinn-
ar. Nákvæm skýrsla um starf hans er í Októberblaði
„Sam.“ og skýrskotum vér til hennar.
Stud. theol Runólfur Fjeldsteð fór eftir tilmælum
nefndarinnar til Swan River fyrst eftir kirkjuþing og var
þar um tíma. Þaðan fór hann til Foam Lake bygðanna í
Saskatchewan-fylki og var þar þangað til í September.
Þar var þá byrjuð safnaðarstarfsemi í tveim stöðum, auk
Kristnes-safnaðar, sem gekk inn í kirkjufélagið á síöasta
kirkjuþingi. Það var í vesturhluta bygðarinnar, við Quill
Lake og á milli vatnanna, í grend við Sleipnir pósthús. Að
síðustu fór hann til Big Grass bygðar, og prédikaði þar.
Skýrsla um þetta starf hans er í „Sam.“ fyrir Nóvember-
mánuð 1905.
Seint í Ágústmánuði 1506 fór einn nefndarmanna, séra
Rúnólfur Marteinsson, til Álftavatns og Grunnavatns bygða
og starfaði þar um þriggja vikna tíma. Var byrjan til
safnaðarmyndunar gjör að Lundar, en ekki lokið, þegar
hann varð frá að hverfa. Skýrsla um þessa ferð er í Nóv-
■emberblaði „Sam.“ 1906.
Um jólaleyti fékk nefndin tvo námsmenn frá Wesley
College til að takast ferð á hendur til þessara bygða og
prédika þar um jól'.n. Gjörðu þeir þetta og var þeim vel
tekið.
í vor ráðstafaði nefndin verkum svo, að Runólfur
Fjeldsteð færi 11 Foam Lake bygðanna, Guttormur Gutt-
ormsson til Þingval’anýlendu og Qu’Apelle, Hjörtur Leó
til Álftavatns og Grunnavatns bygða, Sigurður Christopher-
son til Pipestone, en Jóhann Bjarnason færi til norður-