Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 1
RÆKTUNARFÉLAG NORÐURLANDS
80 ÁRA
Vorið 1983 var þess minnst á veglegan hátt að Ræktunarfélag
Norðurlands er 80 ára. Hugmynd um stofnun félagsins kom
fyrst fram á bændanámskeiði á Hólum 26. mars 1903 en
formlega var félagið stofnað á Akureyri 11. júní sama ár.
Áttræðisafmælisins var minnst með veislu í hinum nýju
húsakynnum að Óseyri 2 þann 11. júní. Dagana þrjá þar á
undan höfðu norðlenskir bændur og búalið sótt félagið heim,
kynnt sér starfsemina, skoðað glæsilega veggspjaldasýningu
um sögu og rannsóknaniðurstöður félagsins og ferðast um
Eyjafjarðarbyggðir undir leiðsögn staðkunnugra. Ferðalang-
ar snæddu hádegisverð á Akureyri í boði KEA og SlS og
fengu kaffiveitingar á kostnað hreppabúnaðarfélaganna. Alls
komu um 33Q manns, en á erfiðu vori áttu bændur misvel
heimangengt og komu t.d. engir Norður-Þingeyingar, um 50
manns úr Suður-Þingeyjarsýslu, 60 úr Eyjafirði, 110 úr
Skagafirði, 50 úr Austur-Húnavatnssýslu og 60 úr Vestur-
Húnavatnssýslu.
I afmælishófinu að kvöldi 11. júní voru um 120 manns
boðnir til veislu í höfuðstöðvunum, framámenn íslensks og
norðlensks landbúnaðar ásamt mökum. Veislustjóri, Ævarr
Hjartarson, bauð gesti velkomna og Þórarinn Lárusson lýsti
hátíðahöldunum og vakti athygli á veggspjaldasýningunni.
Bjarni E. Guðleifsson lýsti matseðli hátíðaveislunnar, en áður
3