Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 6
HALLDÓR PÁLSSON:
SKIN OG SKÚRIR
í ÍSLENSKUM SAUÐFJÁRBÚSKAP
SÍÐUSTU 100 ÁRIN
Erindi flutt á aðalfundi Rœktunarfélags Norðurlands 1982
Þegar svo er komið að jafnvel forystumenn bænda telja þjóð-
arnauðsyn að minnka framleiðslu sauðfjárafurða, er ekki að
undra þótt spurt sé: Höfum við fylgt réttri eða rangri stefnu í
sauðfjárbúskap, sérstaklega þó síðustu áratugina?
Sauðfjárrækt hefur frá landnámsöld verið einn veigamesti
þáttur í þjóðarbúskapnum, allt til þess tíma að sjávarútvegur
tæknivæddist um og eftir síðustu aldamót og varð eftir það
höfuðútflutningsatvinnuvegur, þótt búvörur, sérstaklega
sauðfjárafurðir, hafi allt til þessa verið gildur hluti útflutn-
ingsins. Auk þess hefur landbúnaðurinn mjólkur- og kjötfætt
þjóðina frá upphafi, klætt hana að mestu og lagt til aflgjaf-
ann, hestinn, til ferða og flutninga á landi þar til öld bifreiða
gekk í garð og einnig lagt til mikið af garðávaxta- og græn-
metisþörf þjóðarinnar, einkum á síðustu áratugum.
Hér skal ekki fjölyrt um sauðfjárræktina eða aðra þætti
búskapar fyrr á öldum en hefja rabb mitt á því blómaskeiði
sauðfjárræktarinnar, sem hófst um 1870 með útflutningi lif-
andi sauða til Bretlands, sem staðgreiddir voru með skíra gulli
á háu verði, oft 1 sterlingspundi stykkið. Þessu skeiði lauk rétt
fyrir aldamótin með því að Bretar bönnuðu innflutning lif-
andi fjár. Þrátt fyrir ógurlegt harðindaskeið frá 1880-’87, er
olli tíðum skepnufelli og fólksflótta til Ameríku, batnaði
hagur Þjóðarinnar mjög. Sauðagullið lagði grundvöll að
8