Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 10
meiri áherslu á ull og gæru en aðrir höfðu gert, en hann og
síðan Jón V. Jónmundsson tóku tölvu í notkun við uppgjör
skýrslna sauðfjárræktarfélaga og náðu með því meiri árangri í
aukningu frjósemi fjárins en áður hafði tekist. Síðan 1934
hefur kjötframleiðsla eftir fóðraða kind aukist um 70%. Einn
starfsmanna Rala, Stefán Aðalsteinsson, hefur lagt r'kt á við
bændur að þeir skyldu leggja höfuðáherslu á að rækta s.kjall-
hvítt fé eða mislitt, forðast öll gul hár á hvítu fé, en hugsa lítt
um holdafarið. Því miður hafa of margir léð þessu eyra og
hugsað um leið of lítið um vaxtarlag og kjötgæði fjárins.
Rannsóknir á Hesti hafa sýnt að auðvelt er að rækta frábært
kjötgæðafé úr íslenska fjárstofninum, jafnhliða því að ærnar
séu frjósamar og mjólkurlagnar og gefi góða ull. Allar sauð-
fjárkynbætur eru nú orðnar tiltölulega auðveldar síðan sauð-
fjársæðingar urðu auðveldar í notkun, og verða enn auðveld-
ari eftir að tókst að djúpfrysta hrútasæði með árangri.
Heimskreppan, afurðasölulögin og innfluttu fjárpestirnar.
Heimskreppan í byrjun fjórða tugs aldarinnar lék íslenska
fjárbændur hart eins og aðra atvinnuvegi. Verðhrun, inn-
flutningstakmarkanir og atvinnuleysi var einkenni þeirra
tíma. Verð á dilkakjöti varð lægst 1932 og lagði meðaldilkur
sig þá á tæpar 10 krónur.
Bændum lá við gjaldþroti þó fjöldi vetrarfóðraðs fjár
kæmist 1933 hærra en sögur fóru af fyrr eða í 733 þús. Var þá
gripið til þess úrræðis að stofna Kreppulánasjóð og gera upp
skuldir bágstaddra bænda, semja um nokkra eftirgjöf handa
þeim sem verst voru settir gegn því að eftirstöðvar skuldanna
væru greiddar með ríkistryggðum verðbréfum. Fjöldi bænda,
sem fyrirgreiðslu fékk, gat með því staðið við allar skuld-
bindingar, þurfti engar eftirgjafir og margir stóðu þessa erf-
iðleika af sér án nokkurrar fyrirgreiðslu. En upp var komin sú
staða í verslun með búvöru og verðlag þeirra að ekki varð við
unað. Verð á kjöti innanlands hafði jafnan miðast við hvað
fengist nettó fyrir það erlendis, og bændur buðu stundum
vöruna niður hver fyrir öðrum. Mjólkurskortur hrjáði mörg
þéttbýlissvæði af því bændur í þeim og við þau ginu yfir
12