Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 12
þessa var sú að samveldislönd Breta lofuðu í stríðsbyrjun að framleiða kjöt til stríðsloka á sama verði og fyrir stríð. Ekki var heldur skortur á ull og gærum hjá Vesturveldunum og voru þessar vörur lítt seljanlegar. Ameríka tók að vísu við ullinni og hét að greiða hana fullu verði eftir stríð, en ríkið varð að greiða bændum áætlað verð. Reynt var að selja hernum dilkakjöt, en ekki höfðu ráða- menn hugsun á því hvort ekki þyrfti að vinna það fyrir af- hendingu. Matsveinar hersins kunnu ekki að nýta dilkakjöt úr heilum skrokkum, notuðu aðeins lærin og hrygginn, en huppar háls og síður fóru í stórum stíl í úrgang. Þá hófst áköf rógsherferð gegn landbúnaðinum, ekki síst sauðfjárræktinni. Rógtungurnar töldu bændur ómaga á þjóðinni og lambakjötið aðeins boðlegt hundum. Arásirnar á landbúnaðinn og verk nýsköpunarstjórnarinn- ar 1944-47, ekki síst lögin um hið ólýðræðislega skipaða Bún- aðarráð, er sett voru í stað afurðasölulaganna frá 1934, þjöppuðu bændastéttinni saman til að gæta hagsmuna sinna og taka nýtísku tækni i þágu landbúnaðarins. Búnaðarfélag íslands skipaði Milliþinganefnd landbúnaðarins 1943. Hún markaði tímamót með starfi sínu, samdi nokkur lagafrum- vörp, sem urðu grundvöllur að merkum lögum um framfarir í landbúnaði, þótt ýmsu væri breytt frá óskum nefndarinnar og Búnaðarþings. Stéttarsamband bœnda og Framleiðsluráð landbúnaðarins. Stéttarsamband bænda var stofnað 1945 af því að Búnaðar- félag fslands var talið of háð ríkisvaldinu um fjárframlög til þess að geta verið nógu harður kröfuaðili í verðlags- og öðrum kröfumálum. Strax hóf Stéttarsambandið að vinna að undir- búningi löggjafar um lýðræðislega skipan á verðlagningu búvara og verslun með þær. Tókst að fá heildarlöggjöf um þau efni samþykkta á Alþingi 1947, lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á land- búnaðarafurðum. Hefur verið starfað samkvæmt þessari lög- gjöf lítt breyttri síðan. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.