Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 17
litlu ullarmagni, en skipti svo um eigendur fyrir nokkru síðan,
jók framleiðsluna og þurfti á auknu ullarmagni að halda,
bæði innlendu og erlendu. Fékk það sér umboðsmenn víða
um land til að bjóða bændum að kaupa af þeim ullina. Mörg
kaupfélögin höfðu oft greitt síðasta hluta ullarverðsins seint.
Margir bændur féllu fyrir gylliboðum Álafoss, þótt ég hafi
ekki heyrt um að það fyrirtæki borgaði í raun hærra verð en
kaupfélögin þegar öll kurl væru komin til grafar, fremur hið
gagnstæða. Ekki hef ég orðið þess var að nokkurt kaupfélag
eða Búvörudeild SÍS hafi svo mikið sem hreyft litla fingur til
þess að benda viðskiptavinum sínum á, að það væri eðlilegra
að þeir leggðu ullina inn í sinn viðskiptareikning, af því að
ullarþvottastöðvar SÍS hefðu aðstöðu til að þvo alla ull
félagsmanna og gæti svo selt Álafossi þá flokka, sem það
fyrirtæki vildi kaupa. Til að glæða viðskiptin hefði mátt reyna
að greiða áætlunarverð ullarinnar við móttöku til þess að
Álafoss hefði ekki það forskot. Aðeins eitt kaupfélag hef ég
heyrt um sem hefur reynt slíkt nú í ár. Flestum finnst það
líklega of erfitt. Árið 1979 veittu SÍS-kaupfélögin móttöku
aðeins 54,1% af ullarframleiðslunni, 1980 45,1% og 1981
47,7%. Sömu ár veitti Álafoss móttöku 43,4%, 52,6% og 49,6%.
Haldi svona áfram til næstu aldamóta litur út fyrir að öll ull
verði komin til Álafoss. Það er tímabært að bændur geri
annað tveggja, veki starfsmenn sína, kaupfélagsstjórana, og
hvetji þá til dáða og bendi stéttarbræðrum, bændunum, eig-
endum kaupfélaganna á að eðlilegra sé, að þeir skipti við eigin
samvinnufélög heldur en einhverja aðila, sem eru þeim óvið-
komandi, eða þá myndi framleiðendasamvinnufélög um ull-
armóttöku og sýni svart á hvítu, að ull sé einhvers virði, hvort
sem hún er seld til innlendra verksmiðja eða úr landi. Ullar-
reikningur kaupfélaganna mun varla sýna betri útkomu þótt
ullarþvottastöðin á Akureyri hafi verið lögð niður og skotist sé
með norðlensku ullina suður í Hveragerði til að skola úr henni
og svo norður með hana aftur.
Því miður virðast litlar líkur á því að afkoma sauðfjár-
bænda batni þótt þeir leggi sig fram um að rækta skjallhvítt
fé, úr því nær ekkert verð fæst fyrir ull og gærur, þótt sjálfsagt
19