Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 19

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 19
Hvað er til ráða? Eigum við að sætta okkur við að gefast upp í eitt skipti fyrir öll við útflutning á dilkakjöti, nema þá smáslatta umfram innanlandsþarfir til að tryggja næga framleiðslu í verstu ár- um? Ég segi nei — en í svipinn verðum við nauðugir viljugir að draga framleiðsluna saman með illu eða góðu, svo að bændur þurfi ekki að greiða með nokkurri kind, sem send er til slátrunar og dæmist ekki sjúk. Svo gæti þó farið að gjald- eyrisskortur yrði svo mikill að gjaldeyrir fyrir sauðfjárafurðir yrði þakksamlega þeginn. Til að ná slíkri fækkun verður að frysta búmark í bili við fjárfjölda við síðustu áramót og fækka svo með samkomulagi ef mögulegt er — annars með kvóta og verðskerðingu á öllu sem framleitt er umfram ákveðið mark. En við skulum ekki gefast upp, heldur nota tímann á ýmsa lund til þess að finna grundvöll til þess að byggja að nýju útflutningsmarkað fyrir sauðfjárafurðir — takist það ekki, lækkar mjög risið á íslenskum landbúnaði. Stöðnun verður í framförum og framleiðni, gagnstætt því sem verið hefur, bændum kemur til með að fækka, en fjöldi sveitabýla verður látinn grotna niður eða ýmist notuð sem sumarbústaðir eða sem sumarheimili barna úr þéttbýlinu, en önnur býli keypt og notuð af hrossaeigendum þéttbýlisins. En áður en hægt er að snúa dæminu við, verður að kryfja til mergjar atriði eins og þau, hvort ekki er hægt að koma við meiri hagræðingu en nú er viðhöfð við öll atriði er varða slátrun, verkun, geymslu og flutning kjötsins. Það væri lær- dómsríkt að athuga hvernig Nýsjálendingar geta slátrað dilkum sínum, fryst og flutt kjötið næstum kringum jörðina fyrir svo lítið gjald, að bændur þar geta lifað af því sem fæst fyrir kjötið umfram kostnað. Eg viðurkenni ekki að íslend- ingar séu ónýtari, klaufskari eða lélegri verkmenn yfirleitt en starfsbræður þeirra á Nýja-Sjálandi. Hitt skal játað, að starfsfólk sláturhúsa hér getur vart náð sömu leikni við störfin eins og þeir sem vinna þau allt árið. Eg óttast að öryggið hafi hér sem víðar dregið úr dugnaði og hagsýni. Það þarf að taka á þessum málum af meiri alvöru, lipurð og hagsýni en gert hefur verið. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.