Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 27
ÓLAFUR R. DÝRMUNDSSON:
HROSSABÚSKAPUR OG LANDNÝTING
Inngangur.
í umræðum um nýtingu úthagabeitar, bæði í heimalöndum
og afréttum, er oft aðeins talað um þátt sauðkindarinnar. Það
vill stundum gleymast, eða sumir virðast ekki gera sér grein
fyrir því, að hrossabúskapur byggist fyrst og fremst á úthaga-
beit, sumar sem vetur. Á sama tíma og fénu fækkar hefur
hrossum fjölgað. Nú er svo komið, að þegar á heildina er litið
er áætlað, að hrossastofn landsmanna þurfi úthagabeit sem
svarar til að minnsta kosti helmings af allri sauðfjárbeit í
landinu. Hrossabeitin er að mestu tekin í heimalöndum því
að upprekstur hrossa í afrétti er víðast hvar aflagður nema á
vestanverðu Norðurlandi. Ýmsir hafa áhyggjur af fjölgun
hrossa í högum, ekki síst vegna kólnandi árferðis síðustu árin,
þess verð ég áþreifanlega var í starfi mínu sem landnýtingar-
ráðunautur Búnaðarfélags Islands.
Fjölgun hrossa.
Á forðagæsluskýrslum voru um 54.000 hross í landinu haustið
1982, og hefur þeim fjölgað um 20.000 síðan 1970, en þá hafði
tala þeirra verið svipuð um all langt árabil. Hlutfallslega
hefur fjölgunin verið mest í kauptúnum, þar sem hesta-
mennska er orðin mjög vinsæl tómstundaiðja, en hrossum
hefur einnig fjölgað í flestum sveitum landsins svo að um
29