Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 29
í 1. töflu kemur fram, að hestar 4ra vetra og eldri eru orðnir
fleiri en hryssur, sem endurspeglar að nokkru hlutfallslega
fjölgun hrossa í þéttbýli. Að mínum dómi hefur fjölgun stóð-
hrossa verið óeðlilega mikil miðað við sölumöguleikana. 1
sauðfjárrækt og nautgriparækt er fækkað til að minnka
framleiðsluna, en í hrossaræktinni eru beitilöndin látin taka
við offjölguninni. Slíkt gengur ekki til lengdar. Sérstaka at-
hygli vekur, að þrátt fyrir stöðuga fjölgun um árabil er ekki
farið að draga úr ásetningi folalda og tryppa svo að teljandi sé
þegar á heildina er litið. Nú allra síðustu árin hefur þó hross-
um ekki fjölgað eins ört og áður.
Á Norðurlandi hefur þróunin verið svipuð og í öðrum
landshlutum. Miðað við árið 1970, þ.e.a.s. við lok hinna svo-
kölluðu kalára, eru hrossin nú orðin rúmlega 56% fleiri á
skýrslum. Hugsanlega er framtal hrossa nákvæmara nú, eins
og áður var vikið að, en samt er óhætt að fullyrða, að um
verulega fjölgun er að ræða. Til fróðleiks má geta þess, að á
Norðurlandi er sauðfjárfjöldinn nú svipaður og hann var um
1970, en nautgripirnir eru nokkuð fleiri vegna aukinnar kjöt-
framleiðslu. 2. tafla sýnir hve hrossum hefur fjölgað mikið
hlutfallslega í hinum ýmsu sýslum. á Norðurlandi frá 1970, en
kaupstaðirnir eru teknir saman í eina tölu. Alls staðar er um
2. tafla. Fjöldi hrossa á Norðurlandi
samkvæmt forðagæsluskýrslum.
Svæði Fjöldi 1982 Fjölgun frá 1970
V-Húnavatnssýsla 2.891 39.7%
A-Húnavatnssýsla 4.008 24.9%
Skagafjarðarsýsla 6.680 44.8%
Eyjafjarðarsýsla 1.811 81.8%
S-Þingeyjarsýsla 1.102 106.4%
N-Þin^eyjarsýsla 462 102.6%
Allir kaupstaðir á Norðurlandi 2.124 276.6%
Samtals 19.078 56.2%
31