Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 41
ÞÓRARINN LÁRUSSON:
HEYKÖGGLAGERÐ í EYJAFIRÐI
Forsaga.
Það mun hafa verið á einum af hinum frægu Bændaklúbbs-
fundum á Akureyri árið 1970, sem umræður spunnust all-
nokkuð í kringum tækni til að mala og köggla hey á búum
bænda og notagildi siíks fóðurs fram yfir heyið óunnið. Æxl-
uðust mál þannig að Jón Bjarnason, skáld og fyrrverandi
bóndi frá Garðsvík, fól undirrituðum bæði í gamni og alvöru í
einni af ræðum sínum, að afia upplýsinga um slík tæki, sem
nota mætti á búum bænda. Hvort sem Jóni hefur verið meiri
alvara en gaman í huga, þá tók ég það nægilega alvarlega til
þess að skrifa skólabróður mínum í Ameríku, og biðja hann
um að spyrjast fyrir um umrædda heyköggiunarsamstæðu
þar ytra. Leið ekki á löngu þar til svör bárust frá honum
Athyglisverðust reyndist vera færanleg verksmiðja frá
Dodgenverksmiðjunum í lowa.
Frekari aðgerðir áttu sér ekki stað um stuna, en þó kom þar,
eftir að athygli Gísla Pálssonar frá Hofi í Vatnsdai var vakin á
þessum hlutum, að skriður komst á málið. Án þess að orð-
lengja það frekar varð þetta til þess að við Gísli, ásamt og í
boði Ingimundar Sigfússonar í Heklu, sem sjálfur fékk mikinn
áhuga á málinu, lögðum land undir fót til Bandaríkjanna til
þess að líta á gripinn. Óhætt er að segja að án höfðingsskapar
Ingimundar og fyrirtækis hans hefði ekki getað orðið af þess-
ari ferð, sem varð ein hin ógleymanlegasta sem ég hefi farið
43