Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 46
hráefnisins, íblöndun o.fl. Þeir bændur sem mest hafa látið köggla taka ekkert fóður fram yfir heykögglana þar sem þeir á annað borð geta komið í stað kjarnfóðurs. Samkvæmt könnun meðal 30 bænda töldu þeir svo til undantekningarlaust (29 bændur af 30) að þessi starfsemi ætti tvímælalausan rétt á sér. Kostnaður við kögglun s.l. haust hjá Stefáni var kr. 2.000 á klst. eða miðað við 1200-1500 kg afköst á heyi á klst. um kr. 1.30-1.70 á hvert kg. Noti menn íblöndun fæst kögglun á henni saman við heyið svo til ókeypis að öðru leyti en því að bæta þarf við manni til að sjá um hana ef vel á að ganga. Það er svo undir verðlagningu á heyi, afköstum, íblöndun og verði á kjarnfóðri komið hvort og hve mikill hagnaður er að köggluninni. Að öðru jöfnu má telja að mest verði gildi kögglunar þegar um umframhey er að ræða og bóndi notar kögglana á búi sínu. Þetta er sérstaklega hagstætt ef saman fer mikið framboð á heyi og tiltölulega dýrt kjarnfóður. Hugleiðingar um framtíðina. Heykögglun meðal bænda stendur og fellur með því, hvort þeir telja borga sig það vel að köggla hey sín, að þeir geri beinlínis ráð fyrir heyi í þessa framleiðslu í ásetningi. Þetta getur átt sér stað með ýmsu móti. í fyrsta lagi að huga það vel að ræktuninni á viðkomandi jörð með hliðsjón af búfjárfjölda að umframhey geti verið nokkuð árviss. 1 öðru lagi geta hér komið til kaup eða leiga á jörð og þá e.t.v. í félagi með öðrum, sem sé ætlað til þess arna. Má ætla að tækifæri gefist til þess nú á tímum samdráttar í hefð- bundnum búgreinum og/eða með tilkomu þess að ýmsir bændur breyta yfir í loðdýrarækt. Má segja að það leiði til þriðja möguleikans, eða þess að í stað þess að leigja tún sín, geta einstakir bændur, sem af einhverjum ástæðum vilja minnka við sig hinn hefðbundna búskap, látið köggla hey sitt og selt. Vafalaust má finna á þessu fleiri fleti, en þetta verður látið nægja hér. 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.