Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 46
hráefnisins, íblöndun o.fl. Þeir bændur sem mest hafa látið
köggla taka ekkert fóður fram yfir heykögglana þar sem þeir á
annað borð geta komið í stað kjarnfóðurs.
Samkvæmt könnun meðal 30 bænda töldu þeir svo til
undantekningarlaust (29 bændur af 30) að þessi starfsemi
ætti tvímælalausan rétt á sér.
Kostnaður við kögglun s.l. haust hjá Stefáni var kr. 2.000 á
klst. eða miðað við 1200-1500 kg afköst á heyi á klst. um kr.
1.30-1.70 á hvert kg. Noti menn íblöndun fæst kögglun á
henni saman við heyið svo til ókeypis að öðru leyti en því að
bæta þarf við manni til að sjá um hana ef vel á að ganga.
Það er svo undir verðlagningu á heyi, afköstum, íblöndun
og verði á kjarnfóðri komið hvort og hve mikill hagnaður er að
köggluninni. Að öðru jöfnu má telja að mest verði gildi
kögglunar þegar um umframhey er að ræða og bóndi notar
kögglana á búi sínu. Þetta er sérstaklega hagstætt ef saman fer
mikið framboð á heyi og tiltölulega dýrt kjarnfóður.
Hugleiðingar um framtíðina.
Heykögglun meðal bænda stendur og fellur með því, hvort
þeir telja borga sig það vel að köggla hey sín, að þeir geri
beinlínis ráð fyrir heyi í þessa framleiðslu í ásetningi.
Þetta getur átt sér stað með ýmsu móti.
í fyrsta lagi að huga það vel að ræktuninni á viðkomandi
jörð með hliðsjón af búfjárfjölda að umframhey geti verið
nokkuð árviss.
1 öðru lagi geta hér komið til kaup eða leiga á jörð og þá
e.t.v. í félagi með öðrum, sem sé ætlað til þess arna. Má ætla
að tækifæri gefist til þess nú á tímum samdráttar í hefð-
bundnum búgreinum og/eða með tilkomu þess að ýmsir
bændur breyta yfir í loðdýrarækt. Má segja að það leiði til
þriðja möguleikans, eða þess að í stað þess að leigja tún sín,
geta einstakir bændur, sem af einhverjum ástæðum vilja
minnka við sig hinn hefðbundna búskap, látið köggla hey sitt
og selt.
Vafalaust má finna á þessu fleiri fleti, en þetta verður látið
nægja hér.
48