Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 50
1
f
Þurrefni heysins hefur mikil áhrif á vinnsluafköst, einnig er
gróft hey auðveldara í vinnslu. Ef heyið er mjög þurrt, t.d. ^
fyrningar, verða kögglarnir „lausir í sér“. Á því má ráða bót
með íblöndun, oft er notað vatn.
Bændur þurfa að hafa tvo menn til taks til að mata
vélarnar og sekkja kögglana, en fastráðinn maður annast vél-
gæslu. Vélarnar er auðvelt að flytja milli bæja, en það tekur
þó dálítinn tíma. Fram að þessu hafa menn sekkjað nær alla
köggla. Sekkir sem taka frá 20-50 kg hafa verið reyndir, en
mest notað af 30 kg sekkjum úr plasti. Meðalverð s.l. haust var
milli 2.30 og 2.50 kr/kg en frá því verði dregst hluthafaaf-
sláttur sem getur orðið allt að 10%.
Þetta verð gerir flestum bændum fært að framleiða hverja
fóðureiningu í heykögglum fyrir verð, sem nú er fyllilega
samkeppnisfært við grasköggla og innflutt kjarnfóður. Einnig
sýnist þetta verð tryggja hallalausan rekstur miðað við »
500-600 tonna framleiðslu á ári. Olíunotkun hefur reynst
50-70 g/hg köggla, mjög háð þurrefni. Áformað er að reyna
fljótlega íblöndun mysuþykknis og slógmeltu, auk íblöndunar
þurrfóðurs, þ.e. maís, fiskimjöls o.þ.h.
52
„Þurrefnið“ ekki alltofmikið. Vatn gufar upp. (Ljósm.J.T.).
<