Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 56
Hitasvæðið við Hveravelli í Reykjahverfi. (Ljósm. Jón Jóhannesson).
huga að byggingu graskögglaverksmiðju í Reykjahverfi verið
megin ástæðan fyrir staðsetningu verksmiðjunnar þar. Jarð-
varmasvæðið er talið búa yfir mikilli afkastagetu, og hafa þar
verið nefndar háar tölur, eða allt að 800 1/sek. af 120-150°C
heitu vatni. Hitaveita Húsavíkur, sem fær alla sína hitaorku
frá þessu svæði, getur ekki nýtt sé hita sem er yfir 100°C. Þeim
hita er því blásið úr vatninu áður en vatnið er leitt til Húsa-
víkur. Orkan, sem nú fer þannig út í andrúmsloftið, eru tæp-
lega 4 milljónir hitaeininga á klst. En það svarar til um 400 kg
af svartolíu/klst., eða 864 tonna á 90 dögum.
Ræktunarland, sem verksmiðjan á kost á að fá, er um 1200
ha að stærð í Saltvík, á Hvammsheiði og á Hveravöllum.
Síðan 1974, hefur verið unnið flest árin að ræktunarfram-
kvæmdum. I dag er búið að sá í alls 290 ha lands, grófvinna
um 250 ha, grafa þurrkunarskurði, leggja vegi og girða allt
land, bæði í Saltvík og á Hvammsheiði.
Við undirbúning þessa máls hefur alla tíð verið lögð megin
áherzla á traustan rekstrargrundvöll. Kannaðir hafa verið
58