Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 57
fleiri möguleikar til að tengja reksturinn almennri fóðurbæt-
isframleiðslu, og ennfremur að nýta innlenda orkugjafa við
verksmiðjureksturinn. Um mitt ár 1979 lá fyrir skýrsla um
viðhorf á notkun jarðvarma eða raforku í stað olíu í gras-
kögglaverksmiðjum. Höfundur skýrslunnar var Stefán Örn
Stefánsson, verkfræðingur. Haustið 1980 fól Iðntæknistofnun
Islands Stefáni Erni, að kanna arðsemi notkunar jarðvarma í
mögulegri graskögglaverksmiðju, sem staðsett væri í nágrenni
Saltvíkur í Suður-Þingeyjarsýslu. Aðalverkefnið var:
a. Að grófmeta hagkvæmni notkunar jarðvarma í stað
svartolíu til kyndingar.
b. Að gera kostnaðarathuganir til undirbúnings staðarvali,
þ.e. vals milli Saltvíkur og Hveravalla.
Þannig voru gerðar stofnkostnaðar- og rekstraráætlanir
fyrir 7 verksmiðjur af mismunandi stærð og gerð. Þar af voru
2 svartolíukyntar verksmiðjur. Niðurstaðan úr þessum út-
reikningum varð sú, að jarðvarmakynt verksmiðja, staðsett á
Hveravöllum með 7 tonna eimingargetu á klst. og 4000 tonna
ársframleiðslu af graskögglum, væri besti kosturinn og ætti að
geta borið sig, ef framleiðslan seldist. Einnig kom fram í
ályktun skýrslunnar, að mjög erfitt yrði að reka nýja svart-
olíukynta verksmiðju. Haustið 1982 var fyrri skýrsla endur-
skoðuð, og þá eru gerðar stofn- og rekstraráætlanir fyrir:
1. Jarðvarmakynta verksmiðju, eimingargeta 7 tonn/klst.
2. Svartolíukynta verksmiðju, eimingargeta 5 tonn/klst.
Niðurstöður urðu þær að jarðvarmakynta verksmiðjan
myndi kosta 70 millj. kr. ± 7 millj. kr., og gæti skilað árlega 7
millj. kr. upp í afborganir og vexti, eða 10,1%, en svartolíu-
kynta verksmiðjan myndi kosta 43,5 millj. kr. ± 3,5 millj. kr.
og gæti skilað 1,7 millj. kr. árlega upp í afborganir og vexti eða
4,0%. Niðurstaðan er því enn sú sama og í fyrri skýrslu að
jarðvarmakynnt verksmiðja borgar sig betur. Þá gerði Stefán
Örn Stefánsson grófa stofnkostnaðaráætlun fyrir fóður-
59