Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 61
Byggingar graskögglaverksmibju Vallhólms hf. Lœgra húsid erþurrkhús, hasrra húsiö er
birgðaskemma. Blönduhlíð í baksýn. (Ljósm.: Hreinn Hreinsson).
gröft og var landið allt ræst fram á næstu árum. Síðari hluta
áttunda áratugarins voru framkvæmdir takmarkaðar, enda
var verið að koma upp tveim öðrum verksmiðjum, annarri í
Olafsdal en hún byrjaði 1974, og hinni í Flatey í Austur-
Skaftafellssýslu er tók til starfa 1975. Tókst því ekki að fá
hingað fjármagn svo neinu næmi á þessum árum, þrátt fyrir
margar fundasamþykktir og áskoranir heimamanna á stjórn-
völd um að hefjast handa.
Árið 1980 komst loksins skriður á málið er þáverandi land-
búnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, skipaði nefnd 3ja heima-
manna undir forustu Egils Bjarnasonar til að undirbúa hlut-
ina og hefja framkvæmdir. Auk Egils voru í þessari nefnd
Kristófer Kristjánsson, Köldukinn og Sigurður Sigurðsson,
Brúnastöðum, en auk þeirra Árni Jónsson, landnámsstjóri, en
graskögglaverksmiðjurnar starfa undir umsjón Landnáms
ríkisins nema verksmiðjan í Brautarholti á Kjalarnesi, sem er í
einkaeign og Vallhólmur, sem er hlutafélag.
Eftir að nefndin hóf störf, kom í ljós að ekki yrði auðið að
63