Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 64
tveggja hæða steinhús, um 100 m2, sem þarfnaðist viðgerðar. í
mars var ráðinn verksmiðjustjóri, Stefán Páll Stefánsson, vél-
virki, Hvolsvelli. Hann hafði starfað við graskögglaverk-
smiðjuna á Stórólfsvöllum s.l. 5 ár. Hefur hann aðsetur í
Lauftúni.
Jarðvinnsla 1983 hófst með seinna móti og gekk erfiðlega
vegna bleytu, sáð var í um 170 ha af grænfóðri og hafði
verksmiðjan alls um 340 ha af landi í sumar. Framleiðslan
varð um 1300 tonn, um helmingur úr grasi og hitt úr höfrum.
Er þetta mesta framleiðsla sem ný verksmiðja hefur náð á
fyrsta ári. Framleiðslan hófst í júlílok og lauk um 20. septem-
ber. Hlutafélagið var stofnað 18. júní 1982, svo verksmiðjan
fór í gang rúmlega 13 mánuðum eftir stofnfund.
Vélabúnaður verksmiðjunnar er eins og áður segir frá Swiss
Combi, og er svonefnd 5 tonna verksmiðja, sem merkir að
vélarnar geta þurrkað (eimað) um 5 tonn af raka á klukku-
stund.
Helstu tæki í verksmiðjunni eru: mötunarfæriband, svart-
olíuketill, veltiþurrkari, loftblásturskerfi, mölunarbúnaður,
kælikerfi, kögglapressa og sekkjunartæki.
Útivélar eru þessar:
a) Ein sláttuvél, sjálfkeyrandi, þ.e. sambyggður traktor
með 4 hjóla drifi, saxari, blásari og er ýmist tengt á þessa
vél sláttuborð eða aðeins sópvinda (pick up) sem tekur
upp úr múgum.
b) Belta-sláttuþyrla, vinnslubreidd 2,4 m, skilar heyinu í
múga til hliðar við skárann (í hvora áttina sem er).
c) Hráefnisvagn, 4ra hjóla, tengist aftan í sjálfkeyrandi
vélina. Tekur ca. 6 tonn af grasi, sturtar upp á vörubíl
(yfir körfu).
d) Hjóla-traktorar, sex, frá 47-90 hestafla, fjórir með
framdrifi.
e) Vörubíll, 8 tonna með framdrifi.
f) Þá eru að sjálfsögðu tæki til sáningar og áburðardreif-
ingar, jarðvinnslu o.þ.h.
66