Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 65
Þótt hér hafi nokkuð verið talið er þessi tækjaeign það allra
minnsta, sem hægt er að komast af með, og þörf er á viðbót.
Fljótlega varð ljóst að landið sem fylgdi þeim þremur jörð-
um sem keyptar voru í upphafi mundi reynast í minnsta lagi.
Hefur því verið tekið á leigu land á tveim nærliggjandi jörð-
um, Stóru-Seylu og Garðhúsum, að stærð samtals um 500 ha,
mestallt ræktanlegt og ætti því landskortur ekki að standa
starfsemi fyrir þrifum fyrst um sinn.
Hér að framan hefur verið rakinn aðdragandi, undirbún-
ingur og framkvæmdir við að koma upp þessari fyrstu gras-
kögglaverksmiðju norðanlands. Margt hefur verið rætt í því
skyni að auka starfsemi í verksmiðjunni eða í tengslum við
hana en framkvæmdatími er aðeins 5-6 mánuðir á ári. Ég tel
að auka þurfi stórlega tilraunir á fóðuvinnslu úr innlendum
hráefnum og eins fóðrunartilraunir. Jafn takmarkalaus inn-
flutningur á tilbúnum, erlendum fóðurblöndum og hér hefur
tíðkast s.l. 15-20 ár þarf að víkja, og í staðinn á að hefja
framleiðslu á innlendum fóðurblöndum og flytja aðeins inn
það minnsta sem þarf og þá fyrst og fremst kolvetnafóður,
maís eða bygg. Talið er að hægt sé að nota grasmjöl í flestar
eða allar tegundir fóðurblandna, frá ca 5-10% í svína- og
alifuglablöndur og í allt að 30-40% í fóður fyrir jórturdýr. Það
ætti að vera stefna okkar að breyta til í þessa átt og taka í
okkar hendur það starf, sem í allmörg ár hefur verið keypt af
öðrum þjóðum.
67