Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 73
Eins og fyrr var nefnt náði könnunin á skógræktarskilyrð-
um aðeins til tveggja tegunda þ.e. lerkis og stafafuru. Þessar
tegundir eru um margt ólíkar, en eiga þó það sameiginlegt að
hafa sýnt ágæt þrif víða í Eyjafirði.
Lerkikvæmin sem athuguð voru eru Rivola og Hakaskoja.
Af stafafuru var athugað kvæmið Skagway, sem er frá
Kyrrahafsströnd Alaska. Segja má að lerkið sé að uppruna
meginlandstré, en stafafuran strandtré.
Vöxtur lerkis.
Fyrstu ierkitrén, sem gróðursett voru hér á landi eru sennilega
lerkitrén við Aðalstræti 52, en í því húsi bjó um aldamótin
Jón Stephánsson, sá er stjórnaði trjáræktartilraun Ræktun-
arfélags Norðurlands 1903. Ekki er vitað um uppruna þessa
lerkis. Hæsta tréð við Aðalstræti 52 er nú 13,5 m og þvermál
þess 60 cm. Elsta samfellda skógargróðursetning af lerki í
Eyjafirði er frá um 1951 í Vaðlareit (lerki Hakaskoja). Með-
alhæð þeirra trjáa árið 1982 er um 7,0 m. Meðalársvöxtur
hefur verið um 23 cm á ári frá gróðursetningarári að telja.
Skógurinn var grisjaður 1975.
I Leyningshólum í Saurbæjarhreppi var lerki fyrst plantað
1959 og 1960 (lerki Askiz og lerki Onega).
I Kjarnaskógi var lerki fyrst plantað 1956 (lerki Rivola). A
Miðhálsstöðum í Öxnadal var fyrst plantað 1959 (lerkiAskiz)
og 1952 (lerki Hakaskoja). Á þessum stöðum voru gerðar
mælingar og athuganir vegna skógræktarkönnunarinnar
1982. Helstu niðurstöður á hæðarvexti lerkis eru þær að
hæðarvöxtur í Kjarna og í Leyningshólum er svipaður, enda
þótt lerkið í Leyningshólum sé í um 250 m hæð yfir sjó. Sé
hugað að útliti trjánna kemur í ljós að vaxtarlag í Leynings-
hólum er mun betra en í Kjarna. Af þessu má draga þá
ályktun að skilyrði til lerkiræktar batni eftir því sem innar
dregur í Eyjafirði. Reglulegar hæðarmælingar á lerki hófust í
Eyjafirði 1960. Mælitölur frá 1960 og síðar gefa nú góðar
upplýsingar um vöxt lerkis í Eyjafirði. Séu þessar vaxtar-
mælingar bornar saman við vöxt Guttormslundar á Hall-
75