Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 87

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 87
pilturinn, þar til kom í sjávarmál. Var þá Bjarni kominn á milli kálfsins og nautanna, og fór pilturinn með nautaflokkinn í sjóinn, en Bjarni sneri móti kálfinum, og barði framan á nasir honum, svo blaðran sprakk, sem sagt er að sé milli nasanna á sænautunum, og komst hann þá ekki í sjóinn og leiddi Bjarni hann heim til sin. Þetta hafði verið kvíga og varð tuttugu marka kýr, og út af henni var hið besta kúakyn í Breiðuvík lengi fram eftir öldunum." Saga þessi er einstæð að því leyti, að þar kemur fyrir kúa- smali, sem einnig gengur úr sjó og í hann aftur, og verður því að álykta að verið hafi marmennill. Sagan ber mikinn keim af álfasögum, og sýnir hve mjótt er oft á mununum milli þessara sagnaflokka. Þarna kemur einnig fyrir hringur í horni nauts- ins, og minnir það á sögurnar um sækonuna í Höfða. 6) „Sœnaut á Kollaleiru“, Reyðarfirði. Þjóðsögur Sigfúsar Sig- fússonar, V. bindi, (1. útg.) bls. 74-75. Sögn Jóns Ivarssonar, Víkingsstöðum, Völlum, 1902. Dag einn að sumarlagi, þegar þoka lá yfir öllu láglendinu, heyrðust óvenjuleg öskur og læti í nautunum frá Kollaleiru. Um kvöldið fór nauta- maður að vitja kúnna, og var þá létt þokunni. „Hann sér þá að öll leiran er krök af nautum. Voru þar á meðal naut af flestum bæjum, er hann þekkti vel.“ En þar var líka fjöldi af óþekktum nautum „og voru þau öll dökkgrá aftur um bak og bóga, en ljósari að neðan. Eitt var þó einkennilegast við þau, að keppur eða blaðra mikil var fyrir nösum þeirra. Mjög voru nautin eiguleg að sjá.“ Hann ætlar nú að skilja sveitarnautin frá hinum, en missir þá allan hópinn í átt til sjávar, og fóru þau ókunnu fyrir. Tekst honum þó að komast fyrir sveitarnautin og eina af hinum, „og slær til hennar priki, er hann hélt á og hæfði blöðruna og fossaði þá blóð úr henni.“ Hlupu svo hinar kýrnar í sjóinn, en þessi stóð eftir, og færði hann hana heim með sér. „Kýr þessi var lengi síðan bústólpi Kollaleirubóndans. Ó1 hann hvern kálf undan henni, og eru þaðan hinar góðu kýr Reyðfirðinga og víðar um Austurland, allar með sænautalit." „Hefði nautamaðurinn eigi náð kúnni, hefði hann misst allar sveitarkýrnar í sjóinn,“ bætir sagan við. Þetta er eina sagan sem getur þess að sækýr blandist land- kúm í hópum og leitist við að trylla þær. Ekki er heldur kunnugt um að getið sé blóðrásar við sprengingu blöðrunnar í öðrum sögnum, en hafi kýrnar notað slíka blöðru til öndunar í sjónum, var það rökrétt ályktun að hún væri blóðrík. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.