Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 98
4. mynd. „Rússneski mannúturinn“. Teikningfrá ondverðn 18. öld, eftir óþekktan
rússneskan teiknara, geymd í Linköping, Svíþjóð. Furðulegur blendingur af naulgriþ og
klódýri, með afar langan hala og horn. Minnir töluvert á lýsingar af dýrunum sem sáust
á Austfjörðum fyrir og eftir aldamótin síðustu. (Ur „Exotic Zoology“).
„Hélt hann fyrst aö það væri tryppi frá Firði“ en sá þó bráðlega „að þetta
dýr var rauðbleikt, með langan hala og skúf á enda.“ Það brá við og hljóp
upp á svellbólstur mikinn er þar var, þaut síðan í gegnum kindahópinn og
tvístraði honum, æddi svo í sjóinn „og synti sniðhallt við það sem Arni rak
féð á land, áður það stakk sér.“
Sigfús getur þess til skýringar, að Arnfirðingar þekki
skrímsli, er þar kallast „rauðkálfur“, dálítið stærri og grimmari
en fjörulabbi.
16) Viðfjarðardýrin. I bók Þórbergs Þórðarsonar um „Við-
fjarðarundrin“, (1. útg. 1943, 2, útg. 1983) eru sagnir af ýms-
um kynjaverum, sem eiga að hafa sést í Viðfirði í Norðfjarð-
arhreppi. Þar á meðal eru þrjár frásagnir, sem virðist mega
heimfæra upp á sænaut, enda hefði það eflaust verið gert fyrr
á tímum (bls. 228-231 í nýju útg.). Sögurnar hefur Þórbergur
ritað eftir þeim Viðfjarðarsystrum, Guðrúnu, Ólöfu og Önnu
Sveinsdætrum, sem allar sáu dýrin. Þetta mun hafa gerst á
árunum 1916-1926, er þær systur voru á unglingsaldri, og
áður en hin eiginlegu Viðfjarðarundur taka að gerast.
Fyrsta atvikið af þessu tagi kom fyrir Sófus Sveinsson,
bróður þeirra systra um 1915-16, er hann var 9-10 ára (f. 1906,
d. 1936).
100