Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 99

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 99
Kvöld eitt að haustlagi var hann sendur til að sækja kýr, sem voru á beit útmeð firðinum. „Þegar hann kemur út fyrir svokallað Leiti, sér hann að kýrnar híma allar í einum hnappi, en fyrir neðan þær og nær sjónum, gefur að líta dökkleitan grip, sem stendur og glápir i áttina til Sófusar. „Sófus hélt fyrst að þetta væri ein kýrin. En þá kemur hann auga á bleytuslóða neð- anfrá sjónum og uppá grundina, þar sem hann fór, og þaðan í átt til gripsins.“ Einnig telur hann kýrnar og sér að enga þeirra vantar. „Þetta dýr var dökkt á lit, með hornum.“ Það tekur nú á rás i átt til Sófusar, sem verður hræddur og hleypur heim til bæjar „en lítur þó öðru hverju um öxl, og sér dýrið koma lötrandi á eftir sér, og heyrir frá þvi þetta einkennilega hljóð: bom-bom-bom. Svo bar leyti á milli þeirra og uppyfir það kom dýrið aldrei." Gömul kona var siðan send að sækja kýrnar og varð hún einskis vör. í annað sinn sést skepna þessi haustkvöld eitt um 1922-1923, þegar Guðrún og Frímann bróðir hennar (f. 1910, d. 1936) voru að sækja hesta í haga. Hún var þá við heystæði heima á túninu. Sögðu þau „að hún hefði verið dökkleit á lit og líkust kú i útliti, en þó lengri og með skúf á endanum á halanum. Hún hefði verið mjög ólik hrossi. Nautgripir voru þá engir úti i Viðfirði." Þegar fullorðnir menn fóru að svipast um eftir dýrinu, urðu þeir einskis vísari „enda var þá næstum alrokkið". I þriðja sinn verður dýrsins vart „í ljósaskiptunum eitt fagurt kvöld haustið 1926,“ þegar þær Guðrún, Ólöf og Anna voru að renna sér á leggjum á leirunni fyrir neðan bæinn. (Þær voru þá 7-13 ára). „Þá verður þeim litið suðureftir leirunni, suður á svokallaða Öldu. Sjá þau þá dýr eitt, grátt á lit, vera að koma uppfrá sjónum og stefna í áttina heim að bænum.“ Héldu þau fyrst að þetta væri hestur frá næsta bæ (Stuðlum), en komust brátt að raun um að svo væri ekki, „því að þessi skepna var ólik hesti á vöxt og i fasi.“ Hleypur Guðrún þá heim, til að segja frá þessu, og fá menn með sér til að athuga það, en hinir krakkarnir urðu eftir. Datt þeim nú í hug að líkja eftir hljóði því sem þau höfðu heyrt að sjóskrímsli gæfu frá sér, og fara að kalla bom-bom-bom, en við það breytir dýrið um stefnu og gengur nú rakleitt í áttina til þeirra, þar til það nemur staðar við Viðfjarðará, sem var milli þeirra og dýrsins, og var þá i um það bil 80 faðma fjarlægð frá krökkunum. „Gafst þeim nú færi á að athuga þessa skepnu gaumgæfilega. Gengu þau 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.