Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 103

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 103
en ástæðan gat þó líka verið sú, að þeir hafi minnkast sín fyrir uppátæki, sem bar svo lítinn árangur. I staðinn segir séra Magnús aðra sögu eftir Jörundi bónda, þessu til frekari staðfestingar. Það var eitt sinn um haustið þetta sama ár, er Jörundur hafði gengið til kinda inn i Borgirnar, að hann heyrði hljóð nokkurt í átt til tjarnanna „likast kýrbauli, en þó veikara og mjórra, og þegar hann lítur þangað, sér hann að tjarnirnar eru lagðar, en í miðri annarri tjörninni, þeirri sem dýpri er, sér hann litla vök og upp úr henni koma eins og stórgripshöfuð, og frá því virtist honum hljóðið koma“. Hann athugar þetta um stund. „Gat hann ekki betur séð en að stórgripur væri í vökinni, en höfuðið eitt upp úr, og snerist á ýmsa vegu í vökinni". Hann hleypur svo til tjarnarinnar til að athuga þetta betur, en á leiðinni var lægð, svo hann missti sjónar á þessu um stund, og þegar hann kemur að tjörninni var skepnan horfin, en vökin var þar með nýlegum verksummerkjum. „Það var gamalt mál, að tjörn þessi væri „botnlaus“ og samgangur milli hennar og sjávar; hún er þó góðan kipp frá sjó, og liggur miklu hærra en sjávarflötur11, segir Magnús ennfremur. f (A) er einnig getið munnmæla um vatnadýr eða skrímsli í tjörninni. Loks bætir séra Árni Þórarinsson við einni sögu um tjörn- ina (C), sem hann hefur eftir Sigurði, uppeldissyni Sigurðar prófasts Gunnarssonar í Stykkishólmi. Hann taldi sig hafa séð þar „hest“ standa á bakkanum við vatnið, sem hvarf skyndilega þegar hann leit af honum, og „gat ekki annað farið en í vatnið, eða ella verið upp numinn“. Mun það hafa gerst á fyrstu áratugum þessarar aldar. Frásagnirnar af Hólmlátursdýrunum eru einstakar að því leyti hvað þær eru nákvæmar og vel vottfestar. Eins og fyrr er álitamál hvort flokka eigi þær með sækúasögum, þar sem dýrin virðast hafa verið nokkuð frábrugðin venjulegum kúm, jafnvel með fleiri tær (klaufir). Að öðru leyti minna lýsing- arnar nokkuð á nautakyn sem ekki eru til hér á landi, t.d. Sebu-uxana indversku. Það sem hér ræður úrslitum er þó að dýrið virðist finna til einhvers skyldleika við kýrnar og leitast við að samlagast þeim, sem er gjarnan talið eitt af höfuðein- kennum sækúnna. Sýn Sigurðar, er síðast var getið, bendir þó til að Hólmlátursdýrin megi e.t.v. eins vel flokka undir nykur, 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.