Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 107
„Þær eru um allt land, þó engin kýr með þeim lit sé í
Rauðasandsfélaginu. Þær eru kallaðar sægráar, gráar, grá-
bláar og blágráar, en blæbrigðin í litnum eru víst ekki mikil.
—Fremur fáar kýr eru gráar, en oft virðast þœr vera hámjólka, en hafa
fremur magra mjólk. “
Má segja að þessi ummæli Páls staðfesti sækúatrúna að
nokkru leyti, þ.e. hvað snertir mjólkurmagnið.
Fróðlegt væri að kanna útbreiðslu sægráa litsins í landinu,
áður en farið var að blanda kúakynjum landsins með sæð-
ingum, upp úr 1950. Þar er hins vegar óhægt um vik, því að
heimildir eru stopular, nema frá fáeinum nautgriparæktar-
félögum, eins og fram kemur i grein Páls.
Jón Viðar (1976) telur að í Eyjafirði sé „hlutfallslega meira
um gráar kýr en i öðrum landshlutum,“ þó svartir og kolóttir
litir séu algengari þar. Afurðir af eyfirskum kúm segir Jón
hafa „til skamms tíma verið meiri en í öðrum héruðum,“ en
naut af eyfirskum og sunnlenzkum stofnum hafa sem kunn-
ugt er verið langmest notuð um land allt, síðan sæðingar voru
teknar upp.
LOKAORÐ
Nú er eðlilegt að menn spyrji að lokum, hvaða raunveruleiki
liggi á bakvið sögurnar af sæneytunum, og hvað valdi því að
þær urðu svo lífseigar í þjóðtrúnni.
Eins og þegar var um getið, má ljóslega skipta sæneytasög-
unum í tvo flokka eftir heimildagildi eða líklegu sanngildi
sagnanna.
Annars vegar eru þá sögur með fornum þjóðsagnaminnum
oft í búningi lítils ævintýrs (marmennils-, sækonu- og sel-
meyjasagnir), sem gerðust „endur fyrir löngu“, um sægráa
nautgripi með blöðru fyrir nösum, sem gengu á land og voru
gripnir með því að sprengja blöðruna, og af þeim kom hið
besta kúakyn o.s.frv. (Fyrri flokkurinn hér að framan).
Þessar sögur eru allar keimlíkar og draga greinilega dám af
109