Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 109
sögur einar að ræða, þótt vissulega geti þær slæðst innanum. I
mörgum tilvikum eru það börn og unglingar, sem áttu í hlut,
og urðu dýranna vör, en þeim er sízt trúandi til að fara með
slíkar stórlygar.
Jafn fráleitt sýnist mér vera að halda því fram að slíkar
sýnir séu almennt sjónhverfingar skapaðar af hugarástandi
voru, t.d. af hræðslu, þreytu eða geðveiki, eins og sumir sál-
fræðingar virðast halda, og ýmsir hafa eftir þeim tekið.
Eg tel það ekkert efamál, að meiri hluti þessara sagna, sem hér um
rceðir, (af 2. flokki) er lýsing sjónarvotta á raunverulegum atburðum,
þ. e. dýrum sem þeir hafa séð.
En hvers konar dýr eru þetta þá, og hver er uppruni þeirra?
Þar má grundvallarlega hugsa sér tvær skýringar, aðra í
samræmi við hina þekktu náttúrufræði, og hina „dulfræði-
lega“ (skýring sálfræðinnar hefur þegar verið afskrifuð).
Skýring náttúrufrœðinnar.
Fyrri skýringin felur það í sér að um sé að ræða einhver þekkt
eða óþekkt láðs- eða lagardýr, að líkindum spendýr. Af land-
dýrum koma ekki mörg til greina, þegar hinum algengu hús-
dýrum af svipaðri stærð er sleppt, þ.e. nautgripum og hestum,
en ekki vil ég gera sveitarfólki þá minnkun að ætla því að
missýnast um þessar algengu skepnur, sem það þekkir að
jafnaði ekkert miður en sína líka, og hefur vissa tilfinningu
fyrir.
Þess var áður getið um Laxamýrardýrin, er sáust 1958, að
sumir hafi talið þau vera hvítabirni, en nokkuð virðist sú skýr-
ing langsótt, og ekki virðist hún koma til greina í sambandi
við aðrar sögur, nema ef vera skyldi eitthvað af dýrunum í
Seyðisfirði.
Þá eru aðeins eftir hreindýrin, sem hugsanlega gætu verið
orsök einhverra slíkra sagna. Þau eru oftast af svipaðri stærð
og ungir nautgripir (þ.e. kýrnar), en annars töluvert ólík bæði
í útliti og háttum, svo ástæðulaust virðist að villast á þeim.
Þau eru venjulega með stór og áberandi horn, nema seinni
part vetrar og á vorin. Oftast eru þau grá að lit eða grá-
mórauð, en aldrei rauðleit eða rauðskjöldótt. Þau hafa ekki
111