Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 112
þessu eðli í okkar kúm, sem best kemur fram þegar þær eru að
vaða eftir fergini eða stör, og hvorki hræðast þær vatn né sjó,
enda munu þær vera syndar í besta lagi.
Er vel hugsanlegt að þetta vatns-eðli kúnna eigi einhvern
þátt í myndun þjóðsagnanna um sækýr og vatnakýr.
Skýring dulfrœðinnar.
Að lokum langar mig að víkja að því sem kalla mætti dul-
fræðilega skýringu á sænautafyrirbærunum.
Sú skýring felur í sér, að ekki sé um að ræða dýr í venjulegri
merkingu, heldur eins konar ,,líkamninga“ eða eftirlíkingar
dýra, sem einhverjir óþekktir kraftar geti framkallað við sér-
stakar kringumstæður, eða eins og Jón Árnason orðar það svo
skemmtilega i þjóðsögum sínum í kafla um lagardýr (I. bindi,
bls. 625):
„í þessu atriði er allörðugt að gjöra greinarmun á milli
yfirnáttúrlegra vera, og þess sem er dýr í raun og réttri, ein-
mitt af því að vatnsandarnir eru vanir að bregða á sig ýmsum
dýralíkjum og smokka sér þannig í leyfisleysi inn undir dýra-
ríkið.“
Ef þessi skýring er tekin gild, er ljóst að því eru lítil takmörk
sett hvaða útlit eða gervi þessar verur geta tekið á sig, og þær
geta alveg eins líkst dýrategundum, sem fyrir óralöngu eru
gengnar fyrir ætternisstapa á jörðinni, eins og núlifandi dýr-
um, svo sem hestum eða kúm, og líklega geta þær eins vel
tekið á sig einkenni tveggja eða fleiri dýrategunda, eða ein-
hvers „skrímslis.“ (Sbr. mynd 4).
Kostur þessarar tilgátu er einmitt sá, að með henni má
skýra þann arargrúa mismunandi fyrirbæra, sem ýmist eru
kölluð dýr eða skrímsli, og sagt er að byggi vötn og sjó víða um
jarðarhnöttinn. Hún skýrir einnig hvers vegna margs konar
dulræn fyrirbæri virðast oft hópast á sömu staðina eða raða
sér eftir vissum línum í landinu, sem oft kemur í ljós þegar þau
eru kortlögð.
Dæmi um slíka samfellu af fyrirbærum er einmitt Við-
fjörður á Austurlandi, eins og Þórbergur Þórðarson hefur
114