Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 135
6. Framlagning mála.
Þórarinn Lárusson lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1984 og
skýrði frá forsendum hennar. Vísað til fjárhagsnefndar.
Egill Bjarnason lagði fram nokkrar tillögur frá stjórn. Vísað til alls-
herjarnefndar.
Tillaga til Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands varð-
andi verð á áburðarkalki. Vísað til allsherjarnefndar.
7. Að loknu kaffihléi var farið í heimskón að Stóru-Giljá. Þar fylgdi
Erlendur Eysteinsson, bóndi, fundarmönnum í fjárhús. Sýndi hann þá
tækni sem hann viðhefur þar og sagði mönnum frá ýmsu í sambandi
við fjárbúskapinn.
Að heimsókninni í Stóru-Giljá lokinni var gert hlé til nefndarstarfa.
8. Afgreiðsla nefndarálita.
Allsherjarnefnd. Framsögumaður Gísli Pálsson.
Tillaga 1.
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1983 beinir því til land-
búnaðarráðherra að hann hlutist til um, að lánareglum Stofnlána-
deildar landbúnaðarins og Byggðasjóðs verði breytt þannig, að þessum
stofnunum verði gert kleift að lána allt að 90% af stofnkostnaði fóður-
stöðva í loðdýrarækt til a.m.k. 25 ára.“
Samþykkt samhljóða.
Tillaga 2.
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1983 felur stjórn félagsins
að fylgjast með þróun og þörfum fyrir efnagreiningar á loðdýrafóðri og
veita þá þjónustu sem unnt er á þessu sviði.“
Samþykkt samhljóða.
Tillaga 4.
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1983 beinir því til
stjórnar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins að vinna ötullega að
því, að hraða megi uppbyggingu tilraunastöðva í landbúnaði. I því
sambandi bendir fundurinn á, að tekinn verði upp nýr lánaflokkur hjá
Stofnlánadeild landbúnaðarins til að sinna þessu verkefni.“
Þessir tóku til máls um tillöguna: Sigurður Líndal, Helgi Jónasson,
Jóhannes Sigvaldason og Egill Bjarnason. Tillagan síðan samþykkt
samhljóða.
Tillaga 5.
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1983 beinir því til
stjórnar félagsins að halda árlega faglegan fund með ráðunautum og
búnaðarsambandsformönnum á félagssvæðinu.“
Samþykkt samhljóða.