Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 137
forsendum sem lagðar eru til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar,
heimilar fundurinn endurskoðun hennar.“
Samþykkt samhljóða.
Tillaga 3.
„Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands 1983 beinir því til
stjórnar félagsins að hún kanni möguleika og réttmæti þess að Rækt-
unarfélagið og/eða búnaðarsamböndin leggi gjald á ákveðna þætti
þjónustu við bændur og skili áliti þar um til fundar í nóvember n.k.“
Aðalbjörn Benediktsson bar fram fyrirspurn sem Ævarr Hjartarson
svaraði að bragði. Aðrir sem til máls tóku um tillöguna voru Þórarinn
Lárusson, Heiðar Kristjánsson, Björn Þórðarson, Jóhannes Torfason,
Stefán Halldórsson og Egill Bjarnason.
Tillagan síðan samþykkt samhljóða.
9. Kosningar.
a) Einn maður í stjórn í stað Egils Bjarnasonar. Hann endurkjörinn
með 13atkvæðum.
b) Einn varamaður í stjórn í stað Hjartar E. Þórarinssonar. Kosinn var
Jóhannes Torfason með 7 atkvæðum.
c) Endurskoðendur: Björn Þórðarson og Guðmundur Steindórsson
endurkosnir samkvæmt uppástungu.
d) Fulltrúi á aðalfund Landverndar. Endurkjörinn samkvæmt upp-
ástungu Ólafur G. Vagnsson, til vara Stefán Skaftason.
10. Önnur mál.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
11. Fundargerð lesin af Guðmundi Steindórssyni. Engar athugasemdir
voru gerðar við fundargerðina.
12. Fundarstjóri, Egill Bjarnason, þakkaði starfsmönnum félagsins góð
störf á árinu og einnig samstarfsmönnum sínum í stjórn. Þá þakkaði
hann starfsmönnum fundarins og fundarmönnum góða fundarsetu og
óskaði þeim góðrar heimferðar.
Fundi slitið.
Egill Bjarnason, fundarstjóri,
Guðmundur Steindórsson og Stefán Skaftason, fundarritarar.
139