Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Síða 8
8
LANDSBÓKASAFNIÐ 1970
Landsbókasafn keypti af Gísla og Jóni Magnússonum biblíusafn Bjarna Brekk-
manns, bróður þeirra, en Bjarni lézt 24. marz 1970. í safni þessu er hátt á annað
hundrað binda, að langmestu leyti biblíuútgáfur á fjölda tungumála.
HANDRITADEILD Handritakostur Landsbókasafns var í árslok 12207 skráð hand-
rit, en allmörg handrit bíða skráningar. Páll Bjarnason cand.
mag. vann enn sem fyrr sumarlangt að skráningu bréfasafna.
Landsbókasafni barst að gjöf á árinu mikill fjöldi handrita, og skal nú getið ýmissa
þeirra:
Kristján Albertsson, fyrrv. sendiráðunautur, afhenti sem gjöf frá börnum Hannes-
ar Hafsteins ráðherra bréfasafn hans, ennfremur liréfasafn Péturs Hafsteins amt-
manns og fundargerðabók þjóðmálafélagsins „Fram“.
Frú Ásthildur Björnsdóttir, ekkja Steins Steinars skálds, færði Landsbókasafni að
gjöf handrit kvæða hans og greina.
Gísli Jónsson, fyrrum alþingismaður, gaf Landsbókasafni tágakörfu stóra, fulla
með handrit Guðmundar Kambans bróður hans.
Dr. Stefán Einarsson gaf Landsbókasafni viðbót við bréfasafn sitt það hið mikla,
er komið var áður, ennfremur spjaldskrár ýmsar og fleiri gögn.
Frú Friðrika Gestsdóttir afhenti bréfasafn Jóns Jónssonar alþingismanns í Múla,
komið úr dánarbúi foreldra hennar, Hólmfríðar dóttur Jóns og Gests Jóhannssonar
umboðsmanns á Seyðisfirði.
Frú Guðrún Guðmundsdóttir afhenti Mánaðarrit Lestrarfélags kvenna Reykja-
víkur.
Sigurður Thoroddsen verkfræðingur afhenti sendibréf frá Þorvaldi Sívertsen í
Hrappsey o. fl. úr dánarbúi Katrínar læknis, systur Sigurðar, en gögn þessi voru
komin úr búi foreldra þeirra.
Jón Jónsson bóndi í Siglunesi í Manitoba gaf um hendur undirritaðs nokkur sendi-
bréf til föður hans, Jóns Jónssonar alþingismanns frá Sleðbrjót, ennfremur greinina
Minnisvarðamálið í eiginhandarriti Jóns.
Lárus Sigurbjörnsson, fyrrv. borgarskjalavörður, afhenti að gjöf í vélriti fjölda
kunnra leikrita, flestra erlendra, er hann og nokkrir aðrir hafa þýtt. Lárus samdi á
sínum tíma, sem kunnugt er, skrár um íslenzk leikrit 1645-1949, er birtar voru í Ár-
bók Landsbókasafns.
Arnór Sigurjónsson afhenti bréf Einars Ásmundssonar í Nesi, ýmist í frumriti eða
uppskriftum, en Arnór hefur nýlega lokið þriðja og síðasta bindi sögu Einars.
Hafliði Helgason prentsmiðj ustj óri gaf handrit tveggja tónverka með eigin hendi
höfundanna: Sigvalda Kaldalóns (Hver á sér fegra föðurland en ég) og Björgvins
Guðmundssonar (í rökkurró hún sefur).
Helgi Valtýsson rithöfundur, sem nú er nýlátinn í hárri elli, sendi safninu nokkur
einkabréf, er hann hafði fengið frá vestur-íslenzka tónskáldinu Sigurði Helgasyni og