Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Síða 9
LANDSBÓKASAFNIÐ 1970
9
Hildi konu lians, ennfremur tónverkið „Mikli eilífi andi“ í eiginhandarriti Sig-
urðar.
Björn Halldórsson gullsmiður í Reykjavík gaf m. a. sex sendibréf Páls Ólafssonar
skálds til Björns Stefánssonar í Dölum í Fáskrúðsfirði, en gefandi er dóttursonur
Björns í Dölum.
Vilmundur Jónsson, fyrrv. landlæknir, afhenti ýmis gögn úr fórum Helga Jóns-
sonar frá Þverá í Fnjóskadal, og komu þau lil viðbótar mörgu öðru frá Helga, er
safnið hafði þegið áður, einnig um hendur Vilmundar. Þá gerðist Vilmundur meðal-
göngumaður um afhendingu nokkurra böggla úr dánarbúi Matthíasar Mattliíassonar
fulllrúa, er í voru sjúkraskrár föður hans, Matthíasar læknis Einarssonar, uppköst og
eftirrit ársskýrslna, ritgerðir, minnisbók o. fl.
Frú Vilborg Dagbjartsdóttir kennari gaf gátur eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu
skáldkonu) í eiginhandarriti hennar. Gátunum fylgdi miði, er á var kvæði eftir son
Guðfinnu, Þorstein Valdimarsson skáld, og með hendi hans.
Sigursteinn Magnússon, aðalræðismaður íslendinga í Edinborg, gaf Landsbókasafni
„Allt í grænum sjó“, leikrit í þrem þáttum eftir færustu höfunda landsins. Sigursteinn
fann handrit leikritsins í skrifborðsskúffu fyrir 40 árum, er hann kom til Edinborgar
til að taka þar við starfi af Guðmundi Vilhjálmssyni (síðar forstjóra Eimskipafélags
íslands).
Hjónin Beatrice Löffler-Erkes og Otto Löffler ræðismaður Islendinga í Köln gáfu
Landsbókasafni skrá um hið íslenzka hókasafn föður frúarinnar, Heinrichs Erkes,
með hendi hans, en hann gaf háskólabókasafninu í Köln hið merka safn sitt á sínum
tíma.
Dr. Karl-Hampus Dahlstedt, prófessor í Umeá, sendi Landsbókasafni að gjöf frá-
sögn, sem amma hans, Anna Mörner, ritaði um ferð, er hún fór ásamt Evu dóttur
sinni, móður gefanda, til Islands sumarið 1905.
Af handritum, sem keypt voru á árinu, skulu þessi talin:
Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrum bæjarfógeli, lét safninu í té nokkur eiginhandarrit
skáldsins Arnar Arnarsonar, meðal þeirra Illgresi, fagurlega skrifað og bundið í
skinn. Ýmis önnur handrit, er Jóhann Gunnar hefur safnað, flutu með til safnsins, en
hann hefur oft áður látið handrit af hendi við það.
Dagbækur Þorsteins Guðbrandssonar í Kaldrananesi í Bjarnarfirði (hann var son-
ur Guðbrands Sturlaugssonar í Hvítadal í Saurbæ). Seljandi var Þorsteinn Matthías-
son kennari, sonarsonur ritara.
Nótna- og kvæðahandrit (tvær bækur og fimm kver) Sveins Jónssonar í Fagradal
í Vopnafirði, ennfremur dagbækur. Seljandi var frú Guðný Wiium, dóttir Sveins í
Fagradal.
Frá handritasafni Einars Guðmundssonar bátsmanns, um 200 bindi alls, er Lands-
bókasafn keypti af honum á árinu, verður skýrt sérstaklega í grein Gríms M. Helga-
sonar, forstöðumanns handritadeildarinnar, um það í næstu Arbók.
Björn J. Blöndal, bóndi og rithöfundur í Laugarholti í Bæjarsveit, gaf Landsbóka-