Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 14
14
LANDSBÓKASAFNIÐ 1970
Eins og greint var írá í síðustu Árbók, var samþykkt á alþingi vorið 1970 með 50
atkvæðum gegn 1 þingsályktunartillaga, þar sem segir, „að í tilefni af ellefu hundruð
ára afmæli Islandsbyggðar 1974 skuli reist þjóðarbókhlaða, er rúmi Landsbókasafn
íslands og Háskólabókasafn“.
í undirbúningi þjóðarbókldöðumálsins hefur til þessa verið við það miðað, að bók-
hlaðan komist upp þjóðhátíðarárið — eða sem allra næst þeim tímamótum - og þess
þá verið minnzt, að „bygging á húsi handa alþingi og söfnum landsins“, eins og
komizt var að orði í uppástungu lil þingsályktunar 1879, tók ekki nema tvö ár, og
eigi liðu nema rúm þrjú ár frá því er alþingi ákvað 1905 að reisa Safnahúsið og
þangað til það stóð fullsmíðað á Arnarhóli.
ÁRBÓKIN Á landsfundi íslenzkra bókavarða, er haldinn var í Reykjavík
dagana 17.-20. september 1970, var um það rætt, að æskilegt
væri að birta með einhverjum hætti erindi þau, er flutt voru á fundinum.
I þessari Árbók eru nú birt sex erindi frá fundinum, og varða þau að mestu rann-
sóknarbókasöfnin, auk yfirlitserindis þjóðskjalavarðar um Þjóðskjalasafn íslands og
héraðsskj alasöf n.
Þá birtum vér loks prófritgerð Þóris Ragnarssonar frá síðasta vori um stofnunar-
söfn háskóla og tengsl þeirra við aðalsafn. Er þar lýst reynslu annarra þjóða í þeim
efnum, og getum vér tvímælalaust mikið af henni lært.
Landsbókasafni, 1. ágúst 1971.
Finnbogi Guðmundsson