Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 118
118
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
Úr skjalageymslu ÞjóSskjalasajns
með sér, hefur komið safninu í góðar þarfir, þótt hún hrökkvi því miður mjög skammt
til að leysa þann mikla húsnæðisvanda, sem Þjóðskjalasafn er nú aftur komið í af
völdum þess vaxandi skjalamagns, sem hrúgast upp hjá embættum og stofnunum
landsins. Nú er svo komið, að við óbreytt skilyrði getur safnið ekki tekið við neinum
umtalsverðum skjalasendingum vegna rúmleysis. Sá vandi verður ekki leystur nema
með nýju húsnæði fyrir safnið. Að vísu gæti komið til mála, að Þjóðskjalasafn tæki
við öllu núverandi Safnahúsi, þegar hin fyrirhugaða Þjóðarbókhlaða er komin í gagn-
ið. En það bjargræði er ekki nógu flj ótvirkt. Auk þess mundi allt Safnahúsið ekki full-
nægja þörfum Þjóðskjalasafns nema nokkur ár eða í hæsta lagi 2 til 2% áratug.
Hafa verður hugfast, að Þjóðskjalasafn hefur enn ekki tekið við nema örlitlu broti
af því mikla skjalamagni, sem myndazt hefur i landinu síðan um 1940, og ýmislegt
enn eldra vantar í safnið.
Skjalasafn hefur aðallega tvenns konar hlutverki að gegna. Annað er í þágu stjórn-
sýslu og daglegra þarfa ýmissa embætta, en hitt í þágu sagnfræði. Um það hefur verið
deilt, hvort hlutverkið væri veigameira, og verða víst ætíð skiptar skoðanir um það.
Skjal, sem í dag hefur framar öllu réttarlegt gildi, t. d. til að sanna eignarhald á mann-
virki eða landi, hefur e. t. v. eingöngu sögulegt gildi á morgun. Reykholtsmáldagi
hefur vitaskuld verið saminn sem sönnunargagn fyrir eignum Reykholtskirkju. Nú lít-
um við fyrst og fremst á hann sem sagnfræðilega og stórmerkilega málsögulega heim-
ild. Hann hefur þó engan veginn glatað sínu stjórnsýslulega hlutverki, gæti t. d. skorið
úr deilum um Reykholtsland og ítök Reykholtsstaðar enn í dag.