Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 124

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 124
124 MENNTUN BÓKAVARÐA fylgjast með því, sem fram fer í greininni annars staðar og hugsa sjálfstætt, en láta sér ekki nægja það hrafl þekkingar, sem komizt verður af með til að vinna vana- bundin og einhæf störf í bókasafni. Hverjmn sem vill er í lófa lagið að viöhalda þekk- ingu sinni og auka hana með lestri sérfræðilegra bóka og tímarita, en flest það, sem mestu máli skiptir fyrir okkar fræði, kaupa söfnin hér. Að því munu þeir komast, sem eftir leita. Mjög æskilegt er einnig, að fólk fari utan til framhaldsnáms eða a.m.k. í lengri eða skemmri kynnisferöir að loknu námi hér, og hafa sem betur fer ýmsir haft þann hátt á. En taka ber skýrt fram, að bókasafnsfræðikennsla hér er - og mun lengi verða - í mótun. Grundvöllur hennar er raunar mjög veikur, og kemur þar helzt til skortur á kennaraliði. Má lítið út af bera, svo að erfiðleikum valdi. Enginn bókasafnsmaður, sem láta vill sig bókavarðarmenntun einhverju skipta, má því taka skólahaldið í bóka- safnsfræði sem sjálfsagðan hlut, kvöm, sem mali eins og af gömlum vana, og gera megi síðan pöntun í framleiðsluna, þegar á þarf að halda. 011 bókasöfn, sem einhvers mega sín og upp á viðunandi aðstöðu hafa að bjóða, þurfa, ef vel á að vera, að leggja fram nokkurn skerf til þjálfunar bókasafnsfólks, einkum að því er tekur til æfingar- vinnu. En ef gagn á að vera að æfingarvist í safni, hlýtur aðstoð við nemendurna að baka starfsfólki safnanna nokkra fyrirhöfn. Á móti kemur, að stjórnendum safna ætti að vera hægara eftir en áður að velja sér til starfa fólk, sem þeir vita af reynslu, að vel mtrni duga. Nú þegar rakið hefur verið í stórum dráttum, í hverju bókasafnsfræðinámið hér er fólgið og hvaða breytingar eru fyrirhugaðar, má spyrja, hvort heimspekideild Há- skólans eða Háskólinn yfirleitt sé hinn rétti vettvangur fyrir þessa fræðslu. Við, sem haft höfum kennsluna í bókasafnsfræöi með höndum, höfum oft minnzt á þá leið - og þá gjarnan sem hina æskilegustu - að stofnaður yrði sjálfstæður bókavarða- skóli, eitthvað í hkingu við þá, sem starfræktir eru í Noregi eða Danmörku, þótt í smárri mynd væri. Öllum hefur þó verið ljóst, að lítil líkindi muni til þess, að við höfum afl til slíkrar skólastofnunar í náinni framtíð. En setjum svo, að við eygöum möguleika lil slíks, væri þetta þá heppileg leið? Við dálítinn lestur um bókavaröar- menntun og umhugsun um efniÖ að undanförnu, hef ég þó komizt að gagnstæðri nið- urstööu, þ. e. að bókavarðarkennslan sé betur komin í Háskólanum en sjálfstæðum bókavarðaskóla. Fyrir þessari skoöun má færa fram eftirfarandi ástæður: 1. Bókavarðarmenntun hefur undanfarin ár víða um lönd færzt inn í háskólana eða tengzt þeim, og er ekki sjáanlegt annað en sú þróun muni halda áfram. 2. Við núverandi tilhögun eru skilyrði til tengingar bókasafnsfræði við fjölmargar aðrar fræðigreinar, en mikils er um vert, að völ sé á sérmenntuðum bókavörðum með sem fj ölbreytilegasta háskólamenntun. 3. Hætt er við, að sjálfstæður bókavarðaskóli fengi ekki nógu marga nemendur, og einkum, að hann fengi minna af góðum nemendum en vænta má við núver- andi tilhögun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.