Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Síða 129

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Síða 129
MENNTUN BÓKAVARÐA 129 kosta bæði allmikið fé og fyrirhöfn, og þætti mér óhyggilegt að ráðast í slíkt fyrir- tæki nema um leið væri stefnt að því að ná vissu takmarki í samræmingu og umbótum á safnrekstrinum í landinu. Námskeiðshaldið þyrfti því að mínu áliti að falla inn í vandlega undirbúna heildaráætlun um þróun safnmála. Nýting þeirrar þekkingar, sem námskeið veitir, er því háð margvíslegri fyrirgreiðslu við söfnin og sameiginlegri þjónustu við þau. Lengi hefur verið um það rætt að koma upp miðstöð til skráningar íslenzkra hóka fyrir almenningsbókasöfnin. Ég skal engu spá um það, hvenær slík stofnun verði talin tímabær hér á landi, en þó fyndist mér, að sjálfsagt væri að haga öllum ráðstöfunum í þágu almenningshókasafna svo sem stefnt væri að slíkri mið- stöð. Einkum er mikilvægt að samræma sem mest vinnubrögð í söfnunum. Á þetta sérstaklega við um flokkun og skráningu, en á þeim sviðum gætir mjög verulegs ósam- ræmis í almenningsbókasöfnum. Nú liggur fyrir íslenzk útgáfa á flokkunarkerfi og bráðabirgðaútgáfa af skráningarreglum, og eru þetta nauðsynleg hjálpartæki við samræmingu í skráningarvinnu, en með öllu er óljóst enn þá, í hvaða almenningsbóka- söfntun þessi gögn verði notuð eða hve fast þeim verði fylgt í hinum ýmsu söfnum. Ég álít, að um þau atriði yrðu stjórnendur safnanna að taka ákvörðun, áður en til námskeiðshalds kæmi. Síðan þyrfti að vinna samræmingarstarfið í áföngum. Valinn yrði til fyrsta áfanga hæfilegur fjöldi safna og starfsfólki þeirra gert skylt að sækja námskeið, þar sem það yrði húið undir að ná vissu takmarki um samræmingu starfs- hátta í viðkomandi söfnum. Slíkt skyldunámskeið yrði auðvitað að vera komið undir góðri fjárhagslegri aðstoð við þátttakendurna. Síðan þyrfti að fylgjast með þvi, að bókaverðir viðkomandi safna notuðu þau gögn, er þeim væru fengin, eins og til var ætlazt, og þeir þyrftu að geta leitað ráða tun fagleg álitamál, eftir því sem verkið ynnist, því að á tiltölulega stuttu námskeiði fá menn ekki þá þjálfun, er geri þá full- komlega sjálfbjarga um öll atriði, þegar til framkvæmdarinnar kemur. Ég legg svo mikla áherzlu á hnitmiðuð vinnubrögð í þessum atriðum, vegna þess að flokkunar- og skráningarvinna er bæði tímafrek og kostnaðarsöm, og leggi safn mikla vinnu í endurskoðun spjaldskrár, en stígi skrefið ekki nema til hálfs til fylgis við útgefnar reglur, má búast við, að hikað verði við að vinna verkið upp á nýjan leik, ef stíga ætti skrefið til fullrar samræmingar síðar með það fyrir augum að geta notfært sér þjónuslu skráningarmiðstöðvar. Eigi verður skilizt svo við umræðu um menntunarmál bókavarða, að látið sé hjá líða að ræða um þörfina á viðhaldsmenntun fyrir þá bókaverði, sem á sínum tíma nulu sérmenntunar til starfsins. I mörgum greinum er þróun þekkingar og vinnu- bragða talin svo ör, að um helmingur þess, sem háskólamenntaður maður hafi numið á námsferli sínum, sé úreltur orðinn að tíu árum liðnum. Ég hygg, að þetta sé ekki ýkja fjarri lagi, að því er bókasafnsfræðina varðar, þótt of langan tíma tæki að rök- styðja það nánar hér. Því hafa ýmsar þjóðir snúið sér að því að koma á hjá sér nám- skeiðum til viðhaldsmenntunar fyrir bókaverði. Er mælt með því, að slík námskeið séu fremur stutt, en ströng, fólk stundi þau eingöngu, meðan yfir stendur, og tekið sé fyrir afmarkað viðfangsefni á hverju námskeiði. Mér þykir líklegt, að nokkur bið 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.