Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 138

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 138
138 ÍSLENZK RANNSÓKNARBÓKASÖFN að frumkvæði Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna og ræddu þar um meginviðfangséfni þjóðbókasafna og framtíðarhorfur. Unesco gaf síðar út í París rit um þessa ráðstefnu, þar sem dregnar voru saman helztu niðurstöður. í riti þessu segir svo í kafla, þar sem rætt er um öflun hvers konar rita: Eitt af hlutverkum þjóðbókasafns er að varðveita samtíðarhandrit, er þjóðnýtt gildi hafa, og er öflun slíkra gagna vandkvæðum bundin bæði að því er tekur til vals á þeim og verkaskiptingar þeirra, er safna þeim. I flestum löndum er því hlutverki skipt milli þjóðbókasafns, þjóðskjalasafns og héraðsbóka- eða skjalasafna. Þótt ráðstefnan féllist á verkaskiptingu, þar sem tillit væri tekið til þessa máls í heild, taldi hún, að hverju þjóðbókasafni væri skylt að safna samtíðarhandritum og halda um þau skrá. Þá ræddu þjóðbókaverðirnir um þann vanda, er þeim og öðrum væri á höndum, er afla skyldi eldri handrita, og vöruðu við kapphlaupi um þau, er einungis yrði öllum til tjóns. - Það lætur að líkum, að Landsbókasafn annist á hverjum tíma rannsóknir í íslenzkri bókfræði, eins og ráð er fyrir gert í lögunum um safnið. Vonir standa nú til, að íslenzk bókaskrá, þ. e. skrá um öll rit íslenzkra manna frá upphafi prentlistar á Islandi fram til 1844, komi út áður en langt um líður, og leiðir Ólafur Pálmason bókavörður þennan áfanga verksins til lykta. Framhaldið verður síðan væntanlega allsherj arskrá um öll íslenzk tímarit frá 1773 til vorra daga, er Geir Jónasson fyrsti bókavörður hefur lengi haft í smíðum. Þá hefur Haraldur Sigurðsson, bókavörður unnið síðustu misseri, þegar honum hefur orðið á milli frá öðrum störfum, að rækilegri skrá um ferðabækur erlendra manna frá Islandi og rit og ritgerðir þeirra um landið nátúrufræðilegs efnis. Svíar og Norðmenn hafa á síðustu tímum gefið út hliðstæðar skrár um ferðir útlendinga til landa þeirra. Haraldur Sigurðsson er allra manna fróðastur um þennan þátt rita um ísland og því einsýnt, að hann vinni þetta verk. Vegna mannfæðar í safninu er seinlegt að þoka áfram þeim verkum, sem hér hafa verið nefnd, því að allir þessir menn verða að vinna jafnframt að fjölmörgum öðrum verkefnum. Og knýr það eitt með öðru á um það, að starfslið safnsins verði aukið, því að þjóðbókasafn, er sinnir ekki til nokkurra muna bókfræðilegum rannsóknum, rís vissulega ekki undir nafni. Eins og kunnugt er, birtum vér í Arbók safnsins skrá um íslenzk rit eins liðins árs, auk nokkurra annarra skráa, og hefur Ásgeir Hjartarson bókavörður annazt þessar skrár um langt árabil. Brýnt verkefni framundan er að draga saman ákveðinn árafjölda í eina samfellda skrá. Danir og Norðmenn hafa gefið út 5 ára skrár, en vér mundum geta haft mildu fleiri ár saman á einni skrá. Að því þarf ekki að eyða orðum, hvert hagræði notendum yrði að slíkum skrám, segjum t. d. ef út yrði gefin í einu lagi eða tvennu skrá um öll íslenzk rit 1944-1969, þ. e. frá því skeiði, er Árbók Landsbókasafns tekur til.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.