Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 141
GRÍMUR M. HELGASON
HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS
Ég ÆTLA í þessu spjalli mínu að gera nokkra grein fyrir vexti og viðgangi handrita-
deildar Landsbókasafns og drepa síðan á nokkur önnur atriSi, er hana varða á einn
eða annan hátt.
YiS leggjum upp 5. dag júnímánaðar árið 1846, en sá dagur má kallast stofndagur
handritadeildar. Þá voru með konungsúrskurði ákveðin kaup á handritasafni Stein-
gríms biskups Jónssonar. Stofninn að safni hans var kominn úr Skálholti, frá síðustu
biskupunum, sem þar sátu. Alls voru handritin 393, og voru 176 þeirra runnin frá
Hannesi biskupi Finnssyni. Mörg af handritum þessa safns lúta að mannfræði, sögu
og ættfræði; má til dæmis nefna ættarlölubækur Steingríms biskups sjálfs, 11 bindi
í fjögurra blaða broti, Lbs. 183-193, 4to.
Tíminn líður allt til ársins 1879, en þaS ár voru kaup fest á handritasafni Jóns Sig-
urðssonar forseta, alls 1342 handritum. Þessu safni er haldið sér í handritadeild og
handrit þess merkt einkennisstöfunum JS. Allmörg handrit í safni Jóns forseta voru
runnin frá Jóni bókaverði Árnasyni, m. a. ýmis kvæðahandrit, og mörg handrit skrif-
aði Jón SigurSsson sjálfur, en hann var frábær skrifari, eins og mörgum mun kunn-
ugt, og gerði sér ekki blaðamun, ef svo má aS orði komast, skrifaði af jafnmikilli
snyrtimennsku, livort sem um var að ræða minnismiða eSa eftirrit Islendinga sagna.
1 þessu safni er aS finna þaS handrit, sem jafnan er talinn einna mestur dýrgripur
handritasafnsins, þ. e. a. s. eiginhandarrit séra Hallgríms Péturssonar aS Passíusálm-
unum, þaS handrit, sem hann sendi RagnheiSi Brynj ólfsdóttur biskups Sveinssonar
aS gjöf í maímánuði 1661. ViS minnumst upphafsorða skáldsins til lesarans og ger-
um þau aS sumu leyti aS okkar: „ÞaS verSur dýrast, sem lengi hefur geymt veriS ...“
Skráningartala handritsins er JS. 337, 4to.
Áratugux er liðinn, 1888 eignaðist Landsbókasafn handrit Sveinbjarnar Egilssonar
rektors. Á meðal þeirra er eiginhandarrit Sveinbjarnar að orðabók hans um norrænt
skáldamál, Lbs. 273-274, 8vo. Á næsta leiti hillti undir handrit séra FriSriks Eggerz.
ÁriS 1893 varð fengsælt í meira lagi, þá bættist safninu tæplega hálft þriðja hundrað
handrita séra Eggerts Olafssonar Briems; meðal þeirra voru mörg bindi rímna og
sagna með hendi Þorsteins Þorsteinssonar á HeiSi, sem stundum var kallaður Málm-
eyjar-Þorsteinn.