Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 142

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 142
142 HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS Komið er fram undir aldamót, árið 1899 eru handrit Jóns Péturssonar dómstjóra keypt til safnsins, á annað hundrað binda, auk skinnbréfa og blaða. Ný öld er gengin í garð, og 1901 voru kaup fest á handritum Hins íslenzka bók- menntafélags. Um það safn og safn Jóns Sigurðssonar sagði Páll Eggert Ólason, að þau væru „mestur fengur, sem Landsbókasafn hefði fengið í handritum“. Safn bók- menntafélags er tæplega 2000 bindi, þar af 1610 í safni Hafnardeildar félagsins, en 289 í safni Reykjavíkurdeildar þess. Er safni hvorrar deildar haldið sér innan hand- ritadeildar og handrit þeirra merkt einkennisstöfunum ÍB. og ÍBR. Flest af hand- ritum Bókmenntafélags voru runnin frá Jóni Jónssyni Borgfirðingi, en mjög mörg frá Guðmundi sýsluskrifara, syni Einars fræðimanns og skálds á Starrastöðum Bjarna- sonar og föður Valtýs Guðmundssonar prófessors við Kaupmannahafnarháskóla. Og ekki má gleyma þremur mönnum enn, sem lögðu handritasafni Bókmenntafélags drjúgt lið, en fóru allir til Vesturheims síðar. Það voru þeir Marteinn Jónsson gull- smiður frá Stafafelli, Þorsteinn Þorsteinsson frá Upsum, faðir Þorsteins Þ. rithöfund- ar, og síðast en ekki sízt Sigmundur Matthíasson Long, er síðar meir arfleiddi Lands- bókasafn að handritasafni sínu eftir sinn dag, alls 130 bindum; er þar sitthvað að finna um austfirzk efni, einkum kveðskap á 18. og 19. öld. Meðal merkra handrita Hins íslenzka bókmenntafélags má nefna sóknarlýsingar þær, sem Hafnardeild félags- ins stofnaði til með boðsbréfum og spurningum vegna fyrirhugaðrar lýsingar íslands. Hafa ýmsar þeirra verið gefnar út á prent, eins og kunnugt er. Einnig má geta hand- ritsins ÍB. 70, 4to, sem er eitt fegursta handrit safnsins, skrifað árið 1693 af lista- manninum séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði, en á það eru riluð kvæði séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði, en kvæðabækur hans er víðar að finna í handrita- safni Landsbókasafns. Handrit þetta gaf Hallgrímur djákni að Þingeyraklaustri Jóns- son Jóni Espólín sýslumanni 1806, en Bókmenntafélag hreppti það frá séra Hákoni Espólín, syni Jóns sýslumanns. Árið 1902 eignaðist Landsbókasafn handritasafn Flateyj arfélagsins, að meginstofni rit og uppskriftir Gísla Konráðssonar fræðimanns og skálds og hamhleypu til skrifta. Ég get ekki stillt mig um að leyfa ykkur að heyra kafla úr æviágripi Gísla eftir sjálfan hann, skrifuðu af Sighvati Grímssyni Borgfirðingi, þar sem Gísli lýsir viðureign sinni við skriftina í æsku. Hann segir: „Gísli fýstist mjög að læra að skrifa; bjó hann sér til blek úr steinkolum, sem hann neri í vatni á tindisk og hafði í fjárhúsum, er hann skyldi vinza garðaló og bera moð; kom svo, að Gísli nam að lesa skrift og pára nokkuð, en mjög hélt móðir hans þeim til tóvinnu, og vann Gísli hana jafnan nauð- ugur. En af því móður hans þótti mjög gaman að sögum og rímum, þá freistaði Gísli að útvega þær og frelsaði sig með því við tóvinnuna, þótt hann væri raddstirður. Stafagjörð sína lagaði Gísli eftir ýmsu því, er hann sá og í náði. Allóskipulegt var pár hans í fyrstu, og miklu meiri var námfýsn hans og iðni við það en næmi.“ í við- bæti við æviágrip Gísla, skrifuðum af Sighvati Borgfirðingi, segir enn: „Allt til 1872 brúkaði hann fjaðrapenna, en þá tók hann gleraugun af sér, er hann skar pennann, svo var sjónin skörp, en jafnan þvoði hann augun með brennivíni og sagðist hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.