Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Qupperneq 158
158
SKRÁNINGARREJGLUR BÓKASAFNA
Hér verður ekki lýst útkomnum hluta hinna nýju skráningarreglna né rætt um ein-
stök atriði þeirra nema að litlu leyti. Það hefur áður verið gert allrækilega á fundi,
sem skráningarnefnd boðaði til í því skyni 4. apríl sl. með fulltrúum og forráðamönn-
um allmargra bókasafna. Hins vegar verður vikið hér að nokkrum almennum atrið-
um, er snerta gerð spjaldskrár í bókasöfnum og reglur um það efni, ef verða mætti
til að renna fáeinum stoðum undir það verk, sem út er komið, og væntanlegt fram-
hald þess.
Spjaldskrár geta sem kunnugt er verið mismunandi tegundar, og rétt er að taka
það fram, að þar sem nefnd verður skrá eða spjaldskrá hér á eftir, er einungis átt
við höfundaskrá í safni, sem stundum hefur einnig verið nefnd höfðaskrá, en hvorki
flokkaða skrá né neins konar efnisorðaskrá.
Efni því, sem nú verður rakið, hef ég skipt til hægðarauka í fjóra þætti: 1. Hlut-
verk spjaldskrár; 2. Vandi skráningar, þ. e. skilgreining atriða, sem setja þarf reglur
um, svo að spjaldskrá geti gegnt hlutverki sínu; 3. Skráningarreglur, sem kveða á
um lausn vandans; 4. Fáein atriði, er varða hinar íslenzku skráningarreglur og
notkun þeirra.
1.
Menn hafa stundum reynt að lýsa hlutverki spjaldskrár með næsta almennum orð-
um eða gripið til líkinga, kallað spjaldskrá lykil að safni eða jafnvel heila safns.
Slíkar samlíkingar eru til þess fallnar að bregða snöggum bjarma á gildi þessa veiga-
mikla hj álpargagns. í dagsins önn eru þær þó helzt til dauft leiðarljós þeim, sem fást
til lengdar við skráningu bóka, hvað þá er menn ætla sér að setja saman skráningar-
reglur. Þá þarf að vera unnt að styðjast við nákvæmari og fræðilegri skilgreiningu.
Það er nú tæplega ein öld síðan bandaríski flokkunar- og skráningarfrömuðurinn
Charles A. Cutter reyndi fyrstur manna að skilgreina til nokkurrar hlítar hlutverk
spjaldskrár í skráningarreglum, sem hann samdi og komu út árið 1876.1 Hlutverk
spjaldskrár hefur síðan verið áleitið íhugunarefni ýmsum þeim, er fjallað hafa um
skráningarreglur. Umræður, sem skilgreining Cutters hefur vakið, hafa efalaust
skerpt skilning manna á efninu, en hér verður engin tilraun gerð til að rekja hug-
myndir einstakra manna um þetta, enda brestur mig þekkingu lil þess.
Skilgreining á hlutverki spjaldskrár er að sjálfsögðu samkomulagsatriði fremur en
í henni felist mat á réttu eða röngu. Gildi hverrar skilgreiningar fer þá að talsverðu
leyti eftir því, hversu víðtækt samkomulag er um hana. Á alþjóðaráðstefnu um skrán-
ingarmál, sem haldin var í París árið 1961 til að fjalla um samræmingu tiltekinna
atriða skráningar, var hlutverk spjaldskrár meðal viðfangsefna. Til ráðstefnu þess-
arar, sem nánar verður vikið að hér síðar, voru kvaddir fulltrúar bókavarðasamtaka
og alþjóðastofnana úr öllum álfum heims, og með þeim tókst einróma samstaða um
1 Charles A. Cutter: Rules for a dictionary catalog. 4th ed. Wash. 1904. 12. - Skilgreining Cutters
átti við blandaða skrá (höfunda- og efnisorðaskrá).